Barack Obama og George W. Bush – annar hægur hinn þekktur fyrir hraða í golfi
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2013 | 18:45

Bush segir að Obama eigi að spila golf – Myndskeið

George W. Bush , fv. Bandaríkjaforseti, hefir sagt í viðtali, sem birta á, á Golf Channel, að hann telji að Barack Obama Bandaríkjaforseti eigi að spila golf og eigi ekki að vera gagnrýndur fyrir að gera svo.

Repúblíkanar gagnrýndu Obama mjög í síðustu forsetakosningum fyrir að verja of miklum tíma í að spila golf á kostnað mikilvægari þjóðmála.

Bush segist í viðtalinu vita hvernig er að vera í sporum forsetans og golf sé afslappandi og hreyfing góð og geri öllum gott.

Til þess að sjá myndskeið af viðtalinu við Bush forseta SMELLIÐ HÉR: