Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 10:30

Els ætlar að spila í færri mótum

Fyrst var það Steve Stricker, svo Phil Mickelson og nú ….. Ernie Els. Ætli Stricker hafi vitað að hann hafi komið af stað æði meðal heldri stjörnukylfinga á PGA Tour? Manna sem hafa sannað sig í gegnum tíðina unnið mörg mót og þ.a.l. stórefnast og þurfa ekki að spila í mörgum mótum til að eiga fyrir salti í grautinn. Stricker tilkynnti í upphafi árs að hann ætlaði ekki að spila á eins mörgum mótum og áður; leggja áherslu á gæði en ekki magn.  Sú strategía hans hefir reynst vel, en í þeim fáu mótum sem hann spilar í er hann undantekningarlaust meðal þeirra efstu.  Og nú ætla Mickelson og Els Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 08:00

Kylfingar verða að fá góðan svefn – áhrif svefnleysis á þyngdaraukningu

Þegar ég var í læknisfræði var mér sagt að í raun væri auðvelt að leggja af.  Allt sem þyrfti að gera væri að borða minna og hreyfa sig meira.  Fólk vill bara alltaf finna auðveldustu leiðirnar, pakkaðar inn í formi pilla, megrunar „shake“-a og allskyns megrunarkúra eggjakúrsins, sítrónu- safa kúrsins, hvítvínskúrsins, blóðflokkakúrsins, prótein-kúrsins, kolvetnakúrsins og hvað þeir heita allir. En þó að þessi eina lína prófessorsins feli í raun í sér kjarna formúlunnar að því að fólk leggi af þá er ekki nóg að boða minna og fara í ræktina. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir fólk almennt en líka sérlega mikilvægt fyrir kylfinga, og þá sérstakelga þá sem stefna að því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 22:30

LET: Burke og Klatten leiða í Frakklandi eftir 1. dag

Það eru enski kylfingurinn Hannah Burke og „heimakonan“ Joanna Klatten sem leiða eftir 1. dag Lacoste Ladies Open í Frakklandi. Báðar léku þær á 6 undir pari, 64 höggum. Þriðja sætinu deila þær Charley Hull og Stacy Lee Bregman aðeins 1 höggi á eftir á 65 höggum. Í 5. sæti enn öðru höggi á eftir eru heimakonurnar Jade Schaeffer og Anne-Lise Caudal, hin spænska Carlota Ciganda og hin ítalska Diana Luna. Hitinn fór allt upp í  30°C í Saint-Jean-de-Luz, í suð-vestur Frakklandi í dag og var ferlega heitt að spila á þessum upphafsdegi Lacoste mótsins í  Chantaco golfklúbbnum.. Burke sem er í efsta sæti sagði m.a. eftir hringinn: „Ég náði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 22:00

Ás Andersons – Myndskeið

Bandaríski kylfingurinn Mark Anderson er einn af þeim sem tekur þátt í lokamóti Web.com. Efstu 20 af mótinu fá kortin sín á PGA Tour og eins þeir 25 sem eru efstir á peningalista Web.com Eftir 1. dag er það einmitt Anderson og Svíinn Robert Karlson, sem efstir eru á Web.com Championship; báðir búnir að spila á 6 undir pari, 64 höggum. Reyndar eiga nokkrir eftir að ljúka leik þegar þetta er skrifað og í reynd aðeins Ástralinn Ashley Hall, sem ógnað gæti 1. sæti Anderson og Karlson, en hann er búinn að spila á 5 undir pari, en á 3 holur eftir óspilaðar. Anderson vakti sérstaka eftirtekt á 1. degi, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 21:30

Evróputúrinn: 5 efstir eftir 1.dag á Alfred Dunhill

Það eru 5 kylfingar sem deila efsta sætinu eftir 1. dag Alfred Dunhil Championship. Allir léku þessir 5 efstu kylfingar á 8 undir pari, 64 höggum. Tveir þessara kylfinga,Englendingarnir Oliver Wilson og Tom Lewis léku á St. Andrews og þrír Englendingurinn Richard McEvoy, Frakkinn Alexandre Kaleka og Mark Tullo frá Chile spiluðu Carnoustie. Síðan er hópur annarra 5 kylfinga sem deila 6. sætinu, aðeins 1 höggi á eftir á 65 höggum eftir fyrsta dag: Tommy Fleetwood (Carnoustie); George Murray (Carnoustie); Mark Foster (St. Andrews); Matthew Baldwin (St. Andrews) og Jamie Donaldsson, sem var sá einasti meðal efstu 10, sem spilaði Kingsbarns. Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill Championship Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 12:00

Afmælisylfingur dagsins: Tryggvi Valtýr Traustason – 26. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Tryggvi Valtýr Traustason. Tryggvi er fæddur 26. september 1962 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Tryggvi er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði.  Hann varð m.a. Íslandsmeistari 35+ s.l. ár, 2011, í Kiðjaberginu. En það er aðeins eitt af fjölmörgum afrekum Trygga á sviði golfíþróttarinnar. Sem dæmi mætti nefna að Tryggvi varð klúbbmeistari GK 1983 og 1999. Hann varð klúbbmeistari GSE 2001 og Íslandsmeistari í sveitakeppni með GK 1988, 1989, 1991 og 1995. Tryggvi er kvæntur Kristínu Þorvaldsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Tryggvi Valtýr Traustason (51 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 10:00

Lawrie óánægður með 6 kylfinga

Paul Lawrie er afar óánægður með 6 leikmenn í evrópska Ryder Cup liðinu 2012 þ.e. Rory McIlroy, Justin Rose, Graeme McDowell, Luke Donald, Lee Westwood og Ian Poulter – en allir leikmennirnir hafa dregið sig úr Seve Cup, móti sem komið var á laggirnar af Seve Ballesteros árið 2000. Sam Torrance er fyrirliði liðs Breta&Íra í Seve Cup, sem leitast mun við að ná 7. titlinum í röð gegn liði frá meginlandi Evrópu í St-Nom-La Breteche golfklúbbnum í Paris. Lawrie er sá eini við hlið Torrance af þeim sem komu nálægt ‘The Miracle at Medinah’ þ.e. Ryder Cup  keppninni 2012. Lawrie sagðist skilja ákvörðun hinna 6 syndasela að taka ekki þátt á Alfred Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 09:30

7 venjur góðra kylfinga (1/8)

Hér á næstu dögum verður fjallað um 7 venjur góðra kylfinga.  Samandregið eru þessar venjur eftirfarandi: 1. Góðir kylfingar æfa „á réttan hátt.“ 2. Góðir kylfingar halda sér í núinu. 3. Góðir kylfingar vinna stöðugt í grundvallaratriðum golfíþróttarinnar. 4. Góðir kylfingar leika sér að því að sjá fyrir sér hlutina og leggja áherslu á tilfinningu fremur en sveiflutækni. 5. Góðir kylfingar vinna í því að endurtaka rútínu. 6. Góðir kylfingar kunna að róa sig þegar pressan er á þeim. 7. Góðir kylfingar sætta sig við hlutina þegar illa gengur og … halda áfram.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 08:30

Player semur við fyrrum kylfusvein

Lögmaður Gary Player segir að nífaldur risamótssigurvegarinn (Gary Player) hafi sættst við fyrrum vin sinn og kyllfusvein, Dave King, vegna $ 1 milljóna viðskipta milli þeirra, sem fram fóru árið 1999. Lögmaður Player, Larry Gootkin sagði að samið hefði verið utan réttar. King var eitt sinn kylfusveinn Player á The Masters (sjá mynd). Hann hótaði að höfða mál gegn Player fyrir $ 3.3 milljónir og krefjast hluta af eignum golfgoðsagnarinnar fyrir að endurgreiða ekki aftur nokkuð sem King sagðist hafa verið lán. Player hélt því á hinn bóginn fram að ekki hefði verið um lán að ræða, en neitaði ekki að um einhvers konar viðskipti þeirra hefði verið að ræða. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 08:00

LET: Mót vikunnar Lacoste Open

Í morgun hófst í Lacoste Ladies Open de France, en það er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Mótið fer fram í þeim klúbb sem ættmóðir Lacoste veldisins, sem var mikill kylfingur á sínum tíma, Simone Thionne de la Chaume stofnaði: Cantaco golfklúbbnum í Saint-Jean-de-Luz í Aquitane í Frakkland. Verðlaunapotturinn þætti ekki hár í karlagolfinu en keppt er um 250.000 evrur. Allir helstu kvenkylfingar Evrópu taka þátt í mótinu, m.a. Carlota Ciganda frá Spáni, hin unga Solheim Cup stjarna Charley Hull,  hin ástralska Sarah Kemp og „heimakonurnar“ Anne Lise Caudal, Jade Schaeffer,  Sophie Giquel-Bettan, Gwladys Nocera og Julie Greciet. Til þess að fylgjast með keppendum á Lacoste Open á skortöflu SMELLIÐ HÉR: