Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 22:30

LET: Burke og Klatten leiða í Frakklandi eftir 1. dag

Það eru enski kylfingurinn Hannah Burke og „heimakonan“ Joanna Klatten sem leiða eftir 1. dag Lacoste Ladies Open í Frakklandi.

Báðar léku þær á 6 undir pari, 64 höggum.

Þriðja sætinu deila þær Charley Hull og Stacy Lee Bregman aðeins 1 höggi á eftir á 65 höggum.

Í 5. sæti enn öðru höggi á eftir eru heimakonurnar Jade Schaeffer og Anne-Lise Caudal, hin spænska Carlota Ciganda og hin ítalska Diana Luna.

Hitinn fór allt upp í  30°C í Saint-Jean-de-Luz, í suð-vestur Frakklandi í dag og var ferlega heitt að spila á þessum upphafsdegi Lacoste mótsins í  Chantaco golfklúbbnum..

Burke sem er í efsta sæti sagði m.a. eftir hringinn: „Ég náði nokkrum góðum (fuglum). Það var fullt af færum. En pinnastaðsetningarnar voru svolítið snúnar og maður varð að passa sig.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Lacoste Ladies Open í  Frakklandi SMELLIÐ HÉR: