
Lawrie óánægður með 6 kylfinga
Paul Lawrie er afar óánægður með 6 leikmenn í evrópska Ryder Cup liðinu 2012 þ.e. Rory McIlroy, Justin Rose, Graeme McDowell, Luke Donald, Lee Westwood og Ian Poulter – en allir leikmennirnir hafa dregið sig úr Seve Cup, móti sem komið var á laggirnar af Seve Ballesteros árið 2000.
Sam Torrance er fyrirliði liðs Breta&Íra í Seve Cup, sem leitast mun við að ná 7. titlinum í röð gegn liði frá meginlandi Evrópu í St-Nom-La Breteche golfklúbbnum í Paris.
Lawrie er sá eini við hlið Torrance af þeim sem komu nálægt ‘The Miracle at Medinah’ þ.e. Ryder Cup keppninni 2012.
Lawrie sagðist skilja ákvörðun hinna 6 syndasela að taka ekki þátt á Alfred Dunhill Links Championship, en getur engan veginn skilið af hverju þeir taka ekki þátt í Seve Trophy.
„Maður vill að sterkustu liðin keppi gegn hvort öðru,“ sagði Lawrie m.a.
„Ég myndi hafa gengið til Parísar til þess að vera með í þessu liði í næstu viku, ég myndi hafa gert allt til þess að geta verið með.“
„Mér finnst þetta vera mikilvægt. Þeir eru fulltrúar Bretlands og Írlands og þeir eru fulltrúar Seve og það sem hann stóð fyrir, fyrir Evrópu. Hann fór af stað með mótið fyrir okkur. Ég persónulega hefði aldrei gefið það frá mér að spila í þessu móti.“
„Að spila ekki í [Alfred Dunhill] mótinu er skiljanlegra þar sem þetta er strax á eftir FedEx. En Seve Trophy ekki. Ég skil þetta ekki. Mér finnst það virkilega mikil vonbrigði að margir strákanna spila ekki. Ég er ekki að höggva í þá, mér finnst bara að með nafn Seve og hugmyndinni á bakvið þetta þá er þetta svipað og Forsetabikarinn fyrir bandarísku stákana.“
„Mér er óskiljanlegt að svo margir strákanna okkar vilji ekki taka þátt því fyrir utan það að mótið ber nafn Seve þá er ansi vel borgað fyrir það að þeir spila.“
„Þetta eru vonbrigði fyrir alla sem koma að þessu, fyrir Evrópumótaröðina sem hefir staðið sig vel í að halda áfram með mótið fyrir Seve og fjölskyldu hans. Ég meina margir okkar eru að spila vegna þess hvað hann (Seve) gerði fyrir nokkrum árum.“
Jose Maria Olazabal er fyrirliði liðs meginlands Evrópu í Seve Cup, en það eru líka afföll í liði hans því Sergio Garcia hefir gefið út að hann muni ekki taka þátt í Seve Cup.
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022