Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 22:00

Ás Andersons – Myndskeið

Bandaríski kylfingurinn Mark Anderson er einn af þeim sem tekur þátt í lokamóti Web.com.

Efstu 20 af mótinu fá kortin sín á PGA Tour og eins þeir 25 sem eru efstir á peningalista Web.com

Eftir 1. dag er það einmitt Anderson og Svíinn Robert Karlson, sem efstir eru á Web.com Championship; báðir búnir að spila á 6 undir pari, 64 höggum.

Reyndar eiga nokkrir eftir að ljúka leik þegar þetta er skrifað og í reynd aðeins Ástralinn Ashley Hall, sem ógnað gæti 1. sæti Anderson og Karlson, en hann er búinn að spila á 5 undir pari, en á 3 holur eftir óspilaðar.

Anderson vakti sérstaka eftirtekt á 1. degi, því hann fékk ás á hina erfiðu 202 yarda (185 metra) par-3 14. braut á Dye´s Valley golfvellinum í Ponte Vedra, Flórída.

Til þess að sjá ás Andersons SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Web.com Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: