Solheim Cup stjarnan Charley Hull
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 08:00

LET: Mót vikunnar Lacoste Open

Í morgun hófst í Lacoste Ladies Open de France, en það er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna.

Mótið fer fram í þeim klúbb sem ættmóðir Lacoste veldisins, sem var mikill kylfingur á sínum tíma, Simone Thionne de la Chaume stofnaði: Cantaco golfklúbbnum í Saint-Jean-de-Luz í Aquitane í Frakkland.

Verðlaunapotturinn þætti ekki hár í karlagolfinu en keppt er um 250.000 evrur.

Allir helstu kvenkylfingar Evrópu taka þátt í mótinu, m.a. Carlota Ciganda frá Spáni, hin unga Solheim Cup stjarna Charley Hull,  hin ástralska Sarah Kemp og „heimakonurnar“ Anne Lise CaudalJade Schaeffer Sophie Giquel-BettanGwladys Nocera og Julie Greciet.

Til þess að fylgjast með keppendum á Lacoste Open á skortöflu SMELLIÐ HÉR: