Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2013 | 21:30

Evróputúrinn: 5 efstir eftir 1.dag á Alfred Dunhill

Það eru 5 kylfingar sem deila efsta sætinu eftir 1. dag Alfred Dunhil Championship.

Allir léku þessir 5 efstu kylfingar á 8 undir pari, 64 höggum.

Tveir þessara kylfinga,Englendingarnir Oliver Wilson og Tom Lewis léku á St. Andrews og þrír Englendingurinn Richard McEvoy, Frakkinn Alexandre Kaleka og Mark Tullo frá Chile spiluðu Carnoustie.

Síðan er hópur annarra 5 kylfinga sem deila 6. sætinu, aðeins 1 höggi á eftir á 65 höggum eftir fyrsta dag: Tommy Fleetwood (Carnoustie); George Murray (Carnoustie); Mark Foster (St. Andrews); Matthew Baldwin (St. Andrews) og Jamie Donaldsson, sem var sá einasti meðal efstu 10, sem spilaði Kingsbarns.

Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: