Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Tom Lewis efstur eftir 2. dag á Alfred Dunhill

Það er Englendingurinn Tom Lewis sem leiðir á Alfred Dunhill Championship þegar mótið er hálfnað.

Lewis lék á 15 undir pari, 129 höggum (64 65).

Í 2. sæti er Hollendingurinn snjalli Joost Luiten sem er í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Lewis.

Lewis lék Carnoustie en Luiten St. Andrews.

Þriðja sætinu deila hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar 2 höggum á eftir Lewis þ.e. allir búnir að spila á 13 undir pari, 131 höggi þ.e.: Englendingarnir Richard McEvoy, Tommy Fleetwood, Mark Foster og Oliver Foster, síðan Hennie Otto frá Suður-Afríku og loks Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein.

Svo eins og alltaf komust nokkrir þekktir kylfingar ekki í gegnum niðurskurð, en að þessu sinni voru það m.a. : Branden Grace, Alex Noren, Paul Casey, Pádraig Harrington og Thorbjörn Olesen.

Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: