
Hver er kylfingurinn: Brendon de Jonge?
Í næstu viku nánar tiltekið fimmtudaginn 3. október hefst Forsetabikarinn þ.e. keppni milli liðs Bandaríkjanna og Alþjóðaliðsins þ.e. liðs kylfinga allsstaðar úr heiminum nema Evrópu.
Fyrirliðar í hvoru liði, Fred Couples (Bandaríkin) og Nick Price (Alþjóðaliðið) fengu að velja kylfinga í lið sitt og hafa hvor um sig valið tvo kylfinga Couples valdi Webb Simpson og Jordan Spieth en Price valdi þá Brendon DeJonge frá Zimbabwe og Marc Leishman frá Ástralíu.
Golf 1 hefir þegar kynnt val Couples sjá með því að smella hér: JORDAN SPIETH WEBB SIMPSON I WEBB SIMPSON II
Nú er komið að því að kynna fyrirliðaval Alþjóðaliðsins, m.ö.o. Hver er eiginlega kylfingurinn Brendon DeJonge?
Brendon de Jonge fæddist 18. júlí 1980 í Harare, Zimbabwe. Sem stendur spilar deJonge á PGA Tour.
De Jonge spilaði á Nationwide Tour á árunum 2004-2006 og á árinu 2008. Hann vann sér inn kortið sitt á PGA Tour árið 2007 í gegnum Q-school. Hann varð í 155. sæti á peningalistanum 2007 og missti kortið sitt aftur. Árið 2008, hins vegar, varð hann í 2. sæti á peningalista Nationwide Tour og vann sér þannig inn kortið á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2009. Jafnframt var hann valinn leikmaður ársins á Nationwide Tour 2008 og vann eina sigur sinn sem atvinnumanns þe.e. Xerox Classic á Natioanwide þ.e. 17. ágúst 2008 þar sem hann átti 4 högg á Jarrod Lyle. De Jonge hefir aldrei sigrað á PGA Tour.
Hins vegar var Brendon de Jonge val fyrirliðans, Nick Price, í Alþjóðaliðið í Forsetabikarnum 2013.
Mörgum finnst þetta val Price á de Jonge í Forsetabikarslið Alþjóðaliðsins undarlegt en bent hefir verið á að faðir Brendon de Jonge og Price séu félagar í sama golfklúbbi og miklir vinir. Aðrir benda á að Price sé mikil félagsvera og ætti því að vera góður í liðakeppnum. Sjá nánar um það grein Golf 1 „Af hverju valdi Nick Price Brendon de Jonge í Alþjóðaliðið“ SMELLIÐ HÉR:
Hvernig Brendon de Jonge stendur sig og sýnir Price að rétt var af honum að velja sig kemur í ljós í næstu viku.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024