Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2013 | 06:30

Uihlein næstum á 59 höggum

Bandaríski Titleist erfinginn Peter Uihlein átti glæsihring á Alfred Dunhill Championship í gær.

Hann fór nálægt því að vera á 59 höggum og hefði það tekist hefði það verið í 1. skipti á Evrópumótaröðinni að svo lágt skor hefði náðst í móti mótaraðarinnar.

Uihlein var búinn að spila fyrsta hringinn á 1 undir pari, 71 höggi og ljóst að hann yrði að eiga góðan hring til að blanda sér í toppbaráttuna.

Og þann góða hring átti hann, 12 undir pari, 60 högg og nú er hann kominn í 3. sætið 2 höggum á eftir forystumanni mótsins í hálfleik, Englendingsins Tom Lewis.

Hringinn góða lék Uihlein á Kingsbarns vellinum, þar sem hann jafnaði vallarmetið;  fékk 2 erni, 8 fugla og 8 pör þ.e. missti hvergi högg…. ja nema ef vera skyldi púttið fyrir töfratölunni 59!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: