Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 20:30

Rory segir skilið við Horizon

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy heftir staðfest að hann hafi yfirgefið umboðsaðila sína Horizon Sports Management  til að stofna sitt eigið umboðsfyrirtæki.

„Héðan í frá munu málefni Rory vera í höndum Rory McIlroy Incorporated (skammst. RMI) . Forstjóri RMI er Donald Casey, sem hefir margra ára reynslu af formennsku og umboðsstörfum.“

„Rory góðgerðarmálastofnunin verður stjórnað af Barry Funston, viðskiptamanns og vins McIlroy fjölskyldunnar til margra ára. Báðir framangreindir aðilar eru í stjórn RMI ásamt Gerry McIlroy (pabba Rory).”

Horizon gaf frá sér fréttatilkynningu í dag, en umboðsskrifstofan hefir farið með málefni Rory frá október 2011. Í tilkynningunni sagði m.a.: „Ákvörðun Rory að krefjast riftunar á umboðssamningnum við Horizon er nú því miður í höndum lögmanna. Horizon mun ekki tjá sig frekar um málið.“