Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 16:00

7 venjur góðra kylfinga (2/8)

1. Góðir kylfingar æfa „á réttan hátt.“

Lífið er stutt. Þannig að af hverju ætti einhver að verja hundruðum klukkustunda í að reyna breyta og bæta eitthvað sem að er á rangan hátt.

Að hamra bolta eftir bolta á sama stað á æfingasvæðinu og halda að þið hafið náð árangri er bara afturför.

Hversu margir kylfingar vildu ekki að þeir gætu yfirfært frammistöðu sína á æfingasvæðinu yfir á golfvöllinn? Eflaust 99%.  Hin 1% (elítu-kylfingarnir) æfa á þann hátt sem er krefjandi og líkist aðstæðum á golfvellinum.

Að slá fötu af boltum á sama skotmarkið er alltof auðvelt og er ekkert eins og að spila á golfvelli.

Topp-kylfingarnir gæta þess að hver sekúnda sé nýtt til hins ýtrasta þegar þeir æfa, þannig að hvert einasta svið leiksins fái hámarksþjálfun.  Þ.e.a.s. ekki bara draga fram dræverinn á æfingasvæðinu þó ykkur finnist skemmtilegast að þrusa með honum.

Það fyrsta sem þarf að gera til að bæta leikinn er að hugsa um hvernig þið æfið og breyta rútínunni ef þið gerið eitthvað rangt.

Ef þið gerið alltaf sömu vitleysuna leitið til golfkennara og látið hann sýna ykkur hvað hægt er að gera til að bæta úr viðkomandi þætti.  Farið síðan á æfingasvæðið og æfið það sem fyrir ykkur var lagt.  Það þýðir ekki að fara til kennara – hann leysir úr vanda ykkar – þið farið á æfingasvæðið, æfingin sem kennarinn benti ykkur á virkar ekki og þið farið í gamla farið – kennarinn bara ömurlegur og þið farið bara að leika ykkur með þeirri kylfu sem ykkur finnst skemmtilegust.  Takið á málum. Vinnusemi er lykillinn.  Reynið aftur . Stundum taka sveiflubreytingar tíma (ef það er það sem bæta þarf úr), sbr. Tiger ….. en þær borga sig í lokinn. Fyrir alla muni haldið áfram að æfa það sem fyrir ykkur er lagt  – hættið ekki – en ef ekkert breytist farið aftur til kennarans og segið honum að þetta sé ekki að virka fyrir ykkur.  Yfirleitt, ef æft er nógu mikið sjást breytingar og það sem að var lagast.

Gerið æfingarnar erfiðar og krefjandi fyrir ykkur og náið tökum á því sem ykkur reynist erfitt og krefjandi.  Ef þið eruð bara á æfingasvæðinu inn í básum að slá og farið aldrei í sandglompur eða á æfingasvæði fyrir stutta spilið hvort heldur er pútt eða fleygjárns-högg þá náið þið síður tökum á þessum hluta leiksins.

Það er alltaf gaman að skoða æfingaprógrömm eins og t.a.m. þetta: Golf State of Mind Training program glugga í golfblöð, lesa golfbækur, skoða golfvefina, safna í reynslubrunn og vinsa út það sem reynist ykkur vel.

Og jafnvel þó æfingar eigi að vera þungar og krefjandi þá er bráðnauðsynlegt að hluti af þeim séu líka skemmtilegar þannig að þið missið ekki áhugann, því í raun erum við öll börn … bara mismunandi gömul, sem finnst gaman að leika okkur af og til