Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 09:00

Alþjóðaliðið kemur á óvart með 2,5 vinning – Hápunktar 1. dags – Myndskeið

Eftir fyrsta daginn í Foretabikarnum eru Bandaríkin yfir með 3,5 vinning en Alþjóðaliðið kemur á óvart fyrir hversu naumur munurinnn er á liðunum, þ.e. Alþjóðaliðið er með 2,5 vinning.  Staðan sem sagt 3,5-2,5 fyrir Bandaríkin en munurinn mjór.

Hetjur Alþjóðaliðsins í gær voru  Jason Day og Graeme DeLaet sem báru sigur úr býtum gegn  þeim Hunter Mahan og Brandt Snedeker, 1&0 og síðan suður-afríska teymið Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem unnu góðan sigur gegn þeim Keegan Bradley og Phil Mickelson 2&0.  Leikur Adam Scott og Hideki Matsuyama gegn Bill Haas og Webb Simpson féll á jöfnu.   Alþjóðaliðið því með 2,5 vinning

Leikir Bandaríkjamanna sem unnust voru e.t.v. fremur fyrirsjáanlegir:

Þannig unnu Tiger Woods (nr. 1 á heimslistanum) og Matt Kuchar (nr. 8 á heimslistanum) þá Angel Cabrera (nr. 51 á heimslistanum) og nýliðann í Alþjóðaliðinu Marc Leishman (nr. 61 á heimslistanum) 5&4 þ.e. ekki þurfti að spila nema 14 holur.

Jason Dufner (nr. 10 á heimslistanum) og Zach Johnson (nr. 11 á heimslistanum) fóru jafnframt fremur létt með þá Branden Grace (nr. 38 á heimslistanum) og Richard Sterne (nr. 41 á heimslistanum) 5&3.

Loks unnu þeir Steve Stricker (nr. 7 á heimslistanum) og nýliðinn í liði Bandaríkjanna Jordan Spieth (nr. 21 á heimslistanum ) þá Ernie Els (nr. 23 á heimslistanum ) og Brendon de Jonge (nr. 63 á heimslistanum) 1&0.  Bandaríkjamenn því með 3,5 vinning

Til þess að sjá öll úrslit á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags í Forsetabikarnum (President´s Cup) SMELLIÐ HÉR: