Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín hefur leik í Louisiana í dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette hefja leik í dag á háskólamóti  í Baton Rouge, Louisiana; David Toms Intercollegiate. Mótið stendur dagana 5.-6. október og þátttakendur eru 69 frá 12 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 07:00

Leikjum Forsetabikarsins á 2. degi frestað vegna myrkurs

Í gær tókst aðeins að ljúka 2 leikjum á 2. degi Forsetabikarsins en hætta varð keppni vegna myrkurs. Þeim leikjum sem eftir eru verður lokið í dag og síðan fram haldið með 3. umferð. Þeir leikir sem tókst að ljúka í gær voru leikir þeirra Phil Mickelson og Keegan Bradley sem unnu einhverja sterkustu keppendur Alþjóðaliðsins, Jason Day og Graham DeLaet 4&3 Síðan unnu reynsluboltinn í Alþjóðaliðinu Ernie Els ásamt nýliðanum frá Zimbabwe, Brendon de Jonge þá Hunter Mahan og Bill Haas, 4&3. Fjórum leikjum er ólokið: Spieth og Stricker eiga e.t.v. aðeins eftir að spila 1 holu en staðan er vænleg fyrir þá þeir eru 3 up eftir 14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 23:55

Ólafur:„Mjög erfitt að kyngja þessu…“

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðinni og var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurð. Aðeins munaði 2 höggum. Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn: „Ég komst því miður ekki áfram á næsta stig eftir að spila lokahringinn á 74 (+3) höggum. 27 kylfingar fóru áfram en ég endaði jafn í 30. sæti, tveimur höggum frá takmarkinu. Það er mjög erfitt að kyngja þessu en þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Ég gerði fá mistök, hitti nánast allar brautirnar og óð í góðum fuglafærum allan hringinn. Ég hitti til að mynda 10 flatir í röð en náði bara ekki að brjóta ísinn. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 23:45

Mickelson/Bradley unnu Day/DeLaet

Phil Mickelson og Keegan Bradley unnu þá Jason Day og Graham DeLaet stórt í fyrstu viðureign 2. umferðar Forsetabikarsins. Mickelson og Bradley unnu þá Day og DaLaet 4&3. Til þess  að sjá hápunkta viðeignar þeirra SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá niðurstöðu í öðrum leikjum kvöldsins sem ólokið er á þessari stundu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 23:00

Meginlandið 5 1/2 – Lið Breta/Íra 4 1/2

Nú er 2. degi á Seve Trophy lokið.  Lið Meginlandsins heldur enn forystunni, en naumri samt, lið Breta/Íra sækir á og nú er munurinn milli liðanna aðeins 1 vinningur. Hér eru úrslit dagsins: Simon Khan og Paul Casey unnu Mikko Ilonen og Thorbjörn Olesen 3 & 2. David Lynn og Scott Jamieson unnu Francesco Molinari og Matteo Manassero 1&0. Jamie Donaldson og Marc Warren unnu Thomas Björn og Miguel Ángel Jiménez stórt 4 & 2. Þeir leikir sem lið Meginlandsins vann voru eftirfarandi: Joost Luiten og Grégory Bourdy unnu Tommy Fleetwood og Chris Wood 1&0. Nicolas Colsaerts og Gonzalo Fdez-Castaño unnu Paul Lawrie og Stephen Gallacher risastórt 6&5.    

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 15:25

Ólafur náði ekki niðurskurði – lauk leik í 30. sæti

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór í Hardelot (Les Pins velli), í Frakklandi (heimavelli Andreu Ásgrímsdóttur, golfkennara). Ólafur Björn lék á samtals 2 yfir pari, 286 höggum (73 67 72 74). Niðurskurður var miðaður við parið og aðeins 24 efstu sem komust áfram á 2. stig. Þetta er alger synd því Ólafur Björn byrjaði svo vel og aðeins 2 högg sem munar að hann komist áfram á 2. stig úrtökumótsins, sem Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er kominn á. Til þess að sjá lokastöðuna í úrtökumótinu í Hardelot  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 15:00

Ren yngstur í gegnum niðurskurð

Ren Okazaki er nafn sem eflaust segir flestum golfáhugamanninum ekki neitt. Leggið nafnið á minnið og munið hvar þið heyrðuð það fyrst; hér á Golf 1. Ren Okazaki er 14 ára japanskur strákur sem er sá yngsti til þess að komast í gegnum niðurskurð á japanskri mótaröð JGTO. Litið er á þennan unga strák sem hinn nýja Ryo Ishikawa. Skólastrákurinn Okazaki, komst í gegn á skori upp á 7 yfir pari 79 höggum á 2. hring í Tokai Classic í mótinu í  Aichi sýslu og varð jafn öðrum í 49. sæti á samtals 6 yfir pari af 150 keppendum í Miyoshi Country Club. Hann rétt slapp í gegnum niðurskurð… en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 13:15

Vonn stríðir Tiger með Sammy

Leikmaður ársins 2013 á PGATour og 14 faldur sigurvegari risamóta, Tiger Woods og heimsmeistarinn í holukeppni 2013 Matt Kuchar unnu sinn leik í gær í Forsetabikarnum gegn þeim Angel Cabrera og ástralska nýliðanum í Alþjóðaliðinu, Marc Leishman. Það sem fyndnast  við viðureignina kom í raun ekki fyrr en verið var að fagna nýjustu hetjudáð Tiger (og Kuchar) þegar kæresta Tiger, Lindsey Vonn kynnti hann fyrir Sammy, íkorna sem aðstoðarfyrirliði liðs Bandaríkjanna Davis Love fann við 2. holu og keyrði um völlinnn með honum sem lukkudýr. Hjátrúin var einfaldlega svo mikil. „Ég varð að halda honum meðan við vorum að vinna holur,“ sagði Love. Lindsey náði í Sammy úr vasa Love eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 12:45

7 venjur góðra kylfinga (8/8)

7. Góðir kylfingar sætta sig við slæmu höggin/dagana og …. halda áfram Að vera fær um að sætta sig við sérhvert högg sama hvar það lendir er eiginleiki sem allir toppkylfingar búa yfir. Jafnvel þó erfitt sé að ná því, þá væri kjörið fyrir kylfinga ef þeim gæti verið þannig að þeim væri algerlega sama hvort höggið væri gott eða slæmt. Pádraig Harrington segir það hluta af rútínu sinni fyrir högg að hann segi við sjálfan sig að jafnvel þó hann hafi jákvæðan vilja til að höggið fari á ákveðinn stað þá sé betra fyrir sig að sætta sig við að boltinn sé þar sem hann lendir (ef hann er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 12:15

Afmæliskylfingar dagsins: Arnar, Bjarney og Nína Björk – 4. október 2013

Þetta er stór afmælisdagur kylfinga þ.e. það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Þegar unnið er alla daga við að skrifa afmælisgreinar sést fljótt að suma daga er varla hægt að finna kylfing sem fæddur er á viðkomandi degi og svo aðra daga, sem margir stórkylfingar eru fæddir á. Þeir sem fæddir eru í dag virðast fæddir undir stórri golfstjörnu!!! Afmæliskylfingar dagsins eru þrír í dag, en þeir eiga allir stórafmæli. Bjarney Guðmundsdóttir er fædd 4. október 1953 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Arnar Jónsson, GL, er fæddur 4. október 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er af stórri og Lesa meira