Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2013 | 09:00

Spieth með ás á æfingu!

Jordan Spieth, nýliðinn í Forsetabikarsliði Bandaríkjanna fór holu í höggi í gær á æfingu fyrir aðalkeppni Fosetabikarsins, sem hefst í dag.

Höggið góð sló hann á par-3 12. holu Muirfield Village í Ohio.  Hann sagðist hafa séð Tiger draga upp 8-u stuttu áður, þannig að hann taldi líklegast að mjúkt högg hans með 7-unni myndi koma boltanum nálægt holu.

Hann sagði að boltinn hefði komið niður fyrir framan holuna og hann hefði fyrst ekki talið að hann færi í holu.

Það tók smá tíma að átta sig á því en síðan brutust út gífurlega fagnaðarlæti áhorfenda og gleðin mikil meðal liðsfélaga Spieth -, Kucher, Stricker og Tiger.  Vá ekkkert smá kappar fyrir 20 ára nýliðann að spila við …. en það virðist ekkert fá á hann …… hann í einu orði …. blómstrar!

Ásinn var tekinn upp og má sjá afraksturinn hér í þessu myndskeiði SMELLIÐ HÉR: