Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 07:15

Seve Trophy í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Seve Trophy. Leikið er á golfvelli Saint-Nom-la Bretèche í París, Frakklandi. Í liði Breta&Íra eru: Jamie Donaldson, David Lynn, Stephen Gallacher, Chris Wood, Paul Lawrie, Marc Warren, Scott Jamieson, Paul Casey, Tommy Fleetwood og Simon Khan. Eftirfarandi leikmenn komust í liðið en taka ekki þátt: Rory McIlroy, Justin Rose, Lee Westwood, Graeme McDowell, Luke Donald, Ian Poulter og Martin Laird. Í liði Meginlandsins eru:  Matteo Manassero, Miguel Ángel Jiménez, Thomas Bjørn, Francesco Molinari, Nicolas Colsaerts, Joost Luiten, Mikko Ilonen, Thorbjörn Olesen, Grégory Bourdy og Gonzalo Fdez-Castaño. Eftirfarandi leikmenn komust í liðið en taka ekki þátt: Martin Kaymer, Sergio Garcia og Jonas Blixt. Til þess að fylgjast með Seve Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur og félagar í 2. sæti á David Toms mótinu eftir 1. dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette hófu í gær leik á háskólamóti  í Baton Rouge, Louisiana; David Toms Intercollegiate. Mótið stendur dagana 5.-6. október og verður lokahringurinn leikinn í dag. Þátttakendur eru 69 frá 12 háskólum. Eftir fyrri dag og tvo spilaða hringi eru Haraldur og golflið Louisiana Lafayette í 2. sæti og telur skor Haraldar því hann er á 2.-3. besta skori liðs síns. Í einstaklingskeppninni deilir Haraldur Franklín 18. sætinu, lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (72 75). Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 22:00

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1 Þessi er tekinn úr Reader’s Digest, mars tbl. 1994. Á vikulega Lamaze námskeiðinu okkar lagði leiðbeinandinn áherslu á hversu mikilvægt væri að mennirnir í lífi kvennanna á námskeiðinu færu út í göngutúra með konum sínum. Aftast í herbergingu lyfti maður einnar konunnar upp hendina og spurði: „Er allt í lagi að hún beri golfkylfurnar mínar meðan hún gengur?“ Nr. 2 Willie Nelson átti sinn eiginn golfvöll og sagði eitt sinn: „…. þetta er nú einu sinni andskotans völlurinn minn, ég get gert það sem ég vil þarna úti, ég get verið í því sem mig langar til, drukkið það sem mig langar í.  Par-ið er það sem ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 21:00

Bandaríkin 10,5 – Alþjóðaliðið 6,5

Mjög spennandi leikir voru fyrir hádegið í Forsetabikarnum og féll næstum allt Bandaríkjanna megin í 4 leikum og því er staðan nú 10,5-6.5 liði Bandaríkjanna í vil. Aðeins Jason Day og Graham DeLaet unnu sinn leik gegn þeim Jordan Spieth og Steve Stricker. Sérstök vonbrigði var leikur Tiger/Kuchar gegn þeim Scott/Matsuyama en þeir síðarnefndu áttu t.a.m. 2 holur á þá fyrrnefndu eftir aðeins 3. holu leik öllum til undrunar.  En Tiger/Kuchar sóttu síðan á og fór leikurinn eins og flestir bjuggust við. Leikir dagsins í dag, þ.e. 3. dags í Forsetabikarnum fóru á eftirfarandi máta: 1. Bradley/Mickelson unnu Els/DeJonge 2&1. 2. Stricker/Spieth  töpuðu fyrir  Day/DeLaet 2&0. 3. Haas/Simpson unnu Cabrera/Grace Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 19:00

9-9 á Seve Trophy fyrir lokadaginn

Það er allt jafnt á Seve Trophy fyrir lokadaginn, staðan er 9 vinningar fyrir Meginlandið gegn 9 vinningum Breta/Íra. Á morgun fara fram 12 tvímenningsleikir og ráðast úrslitin á þeim. Það stóð varla steinn yfir steini í leik Meginlandsins eftir hádegi eftir ágætis gengi fyrir hádegi. Þannig töpuðu Nicolas Colsaerts og Gonzalo Fdez Castaño fyrir þeim Stephen Gallacher og Paul Lawrie 2&1. Thomas Björn og Mikko Ilonen töpuðu fyrir þeim Jamie Donaldson og Marc Warren,  2&1. Einna sárgrætilegast er e.t.v. viðureign Matteo Manssero og Miguel Ángel Jiménez gegn þeim Paul Casey og David Lynn en hann fór 1&0 fyrir þeim síðarnefndu. Eini leikur Meginlandsins, sem vannst var leikur þeirra Grégory Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 18:30

Myndskeið frá meistaramóti GK 2013 eftir Daníel Rúnarsson

Maður að nafni Daníel Rúnarsson hefur gert samantekt, þ.e.a.s. flott myndskeið, um síðustu tvo daga meistaramóts Keilis 2013. Sjá má myndskeið Daníels með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 13:15

Afmæliskylfingur dagsins: Laura Davies ——— 5. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er golfdrottningin Laura Davies. Laura fæddist 5. október 1963 í Coventry, Englandi og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Á löngum atvinnmannsferli sínum hefir Laura sigrað í 84 mótum þar af 20 á LPGA og 45 á LET og á hún met yfir flest unnin mót á LET. Jafnframt hefir Laura sigrað í  6 mótum á japanska LPGA og í 8 mótum á áströlsku ALPG mótaröðunni.  Eins hefir hún sigrað í 7 öðrum atvinnumannamótum. Laura hefir auk framangreinds sigrað í 4 risamótum kvenna og tekið þátt í öllum Solheim Cup keppnum frá upphafi nema þeirri síðustu 2013, en hún hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliðans Liselotte Neumann, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 12:45

Bandaríkin 6,5 – Alþjóðaliðið 5,5

Nú rétt í þessu lauk leikjum í Forsetabikarnum, sem ekki tókst að ljúka í gær vegna myrkurs. Staðan er nú 6,5 gegn 5.5. Bandaríkjamönnum í vil. Úrslit  leikja sem eftir átti að ljúka í gær voru eftirfarandi:  1. Stricker og Spieth sigruðu Grace og Sterne 2&1. 2. Cabrera og Leishman sigruðu Simpson og Snedeker 2&1. 3. Tiger og Kuchar sigruðu Oosthuizen og Schwartzel 4&2. 4. Matsuyama og Scott sigruðu Dufner og Johnson 2&1. Til þess að sjá öll úrslit 2. dags í Forsetabikarnum á skortöflu SMELLIÐ HÉR:  Leikir dagsins í dag, þ.e. 3. dags í Forsetabikarnum eru eftirfarandi: 1. Bradley/Mickelson g. Els/DeJonge 2. Stricker/Spieth g. Day/DeLaet 3. Haas/Simpson g. Cabrera/Grace Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 12:30

Ljósmynd eða Rembrandt?

Myndin sem fylgir þessari frétt er af Tiger, Jason Dufner og Phil Mickelson að ræða saman rétt fyrir opnunarhátíð Forsetabikarsins í Muirfield Village, Ohio. Fréttamenn SB Nation veltu því fyrir sér hvort um ljósmynd væri að ræða? Lítið á lýsinguna og stöðu leikmannanna hverjum gagnvart öðrum – þetta líkist meira listaverki en ljósmynd. Já, nánar tiltekið listaverki eftir Rembrandt. Síðan létu þeir hjá SB Nation fylgja með listaverkið Næturverðina eftir Rembrandt (sjá hér að neðan). Dæmi hver fyrir sig – en a.m.k. klassamyndataka af Tiger og co.  

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 11:30

Meginlandið 8 – Bretar/Írar 6

Eftir leiki morgunsins laugardaginn 5. október (þ.e. 3. dags á Seve Trophy) er staðan 8-6 fyrir lið Meginlandsins. Þeir sem spiluðu best fyrir lið Meginlandsins voru Miguel Ángel Jiménez sem var hreint og beint töframaður í stutta spilinu í þessari viðureign og Matteo Manassero en þeir tveir spiluðu afar vel saman og báru sigurorð af keppinautum sínum þeim Paul Casey og Tommy Fleetwood 1&0. Joost Luiten og Grégory Bourdy voru heppnir að vinna þá Jamie Donaldson og Marc Warren 2&1, því þó þeir hefðu leitt mestallan leikinn, virtist sem þeir væru að missa dampinn á síðustu metrunum en þessu lauk þó með sigri Luiten og Bourdy.  Bourdy er á heimavelli Lesa meira