Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 12:30

Ljósmynd eða Rembrandt?

Myndin sem fylgir þessari frétt er af Tiger, Jason Dufner og Phil Mickelson að ræða saman rétt fyrir opnunarhátíð Forsetabikarsins í Muirfield Village, Ohio.

Fréttamenn SB Nation veltu því fyrir sér hvort um ljósmynd væri að ræða?

Lítið á lýsinguna og stöðu leikmannanna hverjum gagnvart öðrum – þetta líkist meira listaverki en ljósmynd.

Já, nánar tiltekið listaverki eftir Rembrandt.

Síðan létu þeir hjá SB Nation fylgja með listaverkið Næturverðina eftir Rembrandt (sjá hér að neðan). Dæmi hver fyrir sig – en a.m.k. klassamyndataka af Tiger og co.

The Nightwatch by Rembrandt

The Nightwatch by Rembrandt