Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur og félagar í 2. sæti á David Toms mótinu eftir 1. dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette hófu í gær leik á háskólamóti  í Baton Rouge, Louisiana; David Toms Intercollegiate.

Mótið stendur dagana 5.-6. október og verður lokahringurinn leikinn í dag.

Þátttakendur eru 69 frá 12 háskólum.

Eftir fyrri dag og tvo spilaða hringi eru Haraldur og golflið Louisiana Lafayette í 2. sæti og telur skor Haraldar því hann er á 2.-3. besta skori liðs síns.

Í einstaklingskeppninni deilir Haraldur Franklín 18. sætinu, lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (72 75).

Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: