Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 22:00

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1

Þessi er tekinn úr Reader’s Digest, mars tbl. 1994.

Á vikulega Lamaze námskeiðinu okkar lagði leiðbeinandinn áherslu á hversu mikilvægt væri að mennirnir í lífi kvennanna á námskeiðinu færu út í göngutúra með konum sínum. Aftast í herbergingu lyfti maður einnar konunnar upp hendina og spurði: „Er allt í lagi að hún beri golfkylfurnar mínar meðan hún gengur?“

Nr. 2

Willie Nelson átti sinn eiginn golfvöll og sagði eitt sinn:

„…. þetta er nú einu sinni andskotans völlurinn minn, ég get gert það sem ég vil þarna úti, ég get verið í því sem mig langar til, drukkið það sem mig langar í.  Par-ið er það sem ég ákveð og segi að það sé. Ég er með eina holu sem er par-23 og ég næstum því náði fugli á hana einn daginn!!

Nr. 3

Auglýsing þessi sást í golfklúbbi nokkrum:  Horfin – kylfingseiginmaður og hundur -sáust síðast í Ratliff Ranch Golf linksaranum. Fundarlaunum heitið fyrir hundinn!