Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 19:00

9-9 á Seve Trophy fyrir lokadaginn

Það er allt jafnt á Seve Trophy fyrir lokadaginn, staðan er 9 vinningar fyrir Meginlandið gegn 9 vinningum Breta/Íra.

Á morgun fara fram 12 tvímenningsleikir og ráðast úrslitin á þeim.

Það stóð varla steinn yfir steini í leik Meginlandsins eftir hádegi eftir ágætis gengi fyrir hádegi.

Þannig töpuðu Nicolas Colsaerts og Gonzalo Fdez Castaño fyrir þeim Stephen Gallacher og Paul Lawrie 2&1.

Thomas Björn og Mikko Ilonen töpuðu fyrir þeim Jamie Donaldson og Marc Warren,  2&1.

Einna sárgrætilegast er e.t.v. viðureign Matteo Manssero og Miguel Ángel Jiménez gegn þeim Paul Casey og David Lynn en hann fór 1&0 fyrir þeim síðarnefndu.

Eini leikur Meginlandsins, sem vannst var leikur þeirra Grégory Bourdy og Joost Luiten en þeir unnu viðureign sína gegn Chris Wood og Scott Jamieson  en hann fór 2&0.

Til þess að sjá úrslit 3. dags á Seve Trophy SMELLIÐ HÉR: