Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 21:00

Bandaríkin 10,5 – Alþjóðaliðið 6,5

Mjög spennandi leikir voru fyrir hádegið í Forsetabikarnum og féll næstum allt Bandaríkjanna megin í 4 leikum og því er staðan nú 10,5-6.5 liði Bandaríkjanna í vil.

Aðeins Jason Day og Graham DeLaet unnu sinn leik gegn þeim Jordan Spieth og Steve Stricker.

Sérstök vonbrigði var leikur Tiger/Kuchar gegn þeim Scott/Matsuyama en þeir síðarnefndu áttu t.a.m. 2 holur á þá fyrrnefndu eftir aðeins 3. holu leik öllum til undrunar.  En Tiger/Kuchar sóttu síðan á og fór leikurinn eins og flestir bjuggust við.

Leikir dagsins í dag, þ.e. 3. dags í Forsetabikarnum fóru á eftirfarandi máta:

1. Bradley/Mickelson unnu Els/DeJonge 2&1.

2. Stricker/Spieth  töpuðu fyrir  Day/DeLaet 2&0.

3. Haas/Simpson unnu Cabrera/Grace 4&3.

4. Snedeker/Mahan g. Oosthuizen/Schwartzel 2&0

5. Woods/Kuchar g. Scott/Matsuyama 1&0.

Nú þegar er hafin umferðin eftir hádegið og til að sjá öll úrslit 3. dags í Forsetabikarnum á skortöflu SMELLIÐ HÉR: