Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2013 | 09:15

Couples fyrirliði USA í Ryder Cup 2016?

Hafi komið á óvart að Tom Watson var valinn fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder Cup, þá virðist á hinn bóginn augljóst hver leiðir bandaríska Ryder Cup liðið 2016 skv. Phil Casey á Irish Examiner. Fred Couples hefir 5 sinnum tekið þátt í Ryder Cup, sem leikmaður, hann var tvívegis í vinnisngsliði, tvívegis í tapliði og var í liði Bandaríkjamanna þegar liðin skyldu jöfn á Belfry árið 1989. Hann hefir líka sigrað 4 sinnum í röð í heimsbikarnum ásamt Davis Love frá árinu 1992. Nú var Couples fyrirliði Bandaríkjanna í sigri liðsins gegn Alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum í Muirfield Village, Ohio um s.l. helgi. Þetta er í 3. sinn í röð sem liðið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2013 | 08:55

LPGA: Lee leiðir eftir 1. hring í Malasíu

Ilhee Lee frá Suður-Kóreu leiðir eftir 1. hring í móti vikunnar á LPGA, þ.e. LPGA Malaysia. Leikið er í Kuala Lumpur CC. Nr. 39 á Rolex-heimslistanum (Lee) var á 64 höggum og hefir 1 höggs forystu á Brittany Lang frá Bandaríkjunum. Lee fékk 4 fugla á seinni 9 og síðn aðra 3 á fyrri 9. Lee sagði m.a. eftir hringinn góða„það var bara allt sem gekk upp í dag, dræverinn, 6-járnið, pútterinn… það gekk vel með öllu.“ Fjórir kylfingar: Beatriz Recari, Paula Creamer, Jodi Ewart Shadoff and Eun-Hee Ji – eru í 3. sæti eftir hringi upp á 66 högg. Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, sú sem á titil að verja, Inbee Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 19:00

Golfvellir í Sviss: Verbier völlur með húsdýri!

Margir íslenskir kylfingar eru ekki kunnugir golfvöllum í Sviss, en líkt og í svissneskum ostum,  þá eru líka holur í golfvöllum í Sviss!!! 🙂 Í svissneska bænum Verbier eru tveir golfvellir.  Annar er staðsettur nálægt miðbæ Verbier og heitir  „les Moulins“. Þetta er frábær par-3 pitch og pútt-völlur.  Hann er allur upp í móti, reyndar ansi bratt og flatirnar eru örsmáar frímerkjaflatir, sem þarf mikla nákvæmni að hitta á.  Það kostar um 30 svissneska franka (u.þ.b. 4000 íslenskar krónur)  að spila hring á les Moulins – og verður seint sagt að hlutir í Sviss séu ódýrir og gildir það um golf sem annað. Hinn golfvöllurinn í Verbier er  „les Esserts.“ Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Annika Sörenstam – 9. október 2013

Annika Sörenstam fæddist í Bro í Svíþjóð 9. október 1970 og er því 43 ára í dag. Annika byrjaði ung að spila golf ásamt Charlottu systur sinni, en þær tvær eru einu systurnar sem hafa unnið sér inn yfir $ 1.000.000 bandaríkjadala í verðlaunafé á LPGA. Alls eru sigrar Anniku frá því hún gerðist atvinnumaður í golfi, árið 1992, 93 talsins, þ.á.m. 72 skráðir sigrar á LPGA, en þar af eru 10 sigrar á risamótum. Annika hefir jafnframt sigrað í 18 alþjóðlegum mótum. Hún er sá kvenkylfingur sem hefir unnið sér inn mesta verðlaunaféð yfir $22 milljónir bandaríkjadala og munar $ 8 milljónum á henni og þeirri sem kemur næst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 16:30

Kvenstripplingurinn:„Maður er aðeins ungur einu sinni!“

Kimberly Webster, kvenstripplingurinn á Forsetabikarnum vonar að fólk sé ekki of sjokkerað á henni. Hin 23 ára Webster er heldur betur að slá í gegn og golffjölmiðlar sem aðrir fjölmiðlar keppast við að fá viðtöl við hana. Yahoo í Kanada, Yahoo í Ástralíu, Go Wild á Nýja-Sjálandi og fleiri slíkar miðlar berjast um viðtöl og stripplið er farið að margborga sig fyrir hana. Kimberley hljóp næsta nakin niður 18. braut á Muirfield Village Golf Club á Forsetabikarnum s.l. sunnudag. „Það var gaman og er enn. Ég hef alltaf verið hálf villt,“ sagði Webster í einu viðtalanna í morgun. „Mér þykir leitt ef ég hef gengið fram af fólki. En maður er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 15:45

GK: Björgvin snýr sér aftur að golfkennslu

Björgvin Sigurbergsson fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi fyrir Keili hefur verið ráðinn yfirgolfkennari/Íþróttastjóri Keilis. Björgvin snýr aftur til starfa fyrir klúbbinn eftir að hafa tekið sér ársleyfi frá störfum. Það er mikill fengur í reynslubolta einsog Björgvini sem þekkir alla innviði klúbbsins og það starf sem hann stendur fyrir. Samningurinn gildir til loka 2016 og mun Björgvin á næstu vikum kynna fleiri kennara til starfa hjá Keili sem koma til með að mynda kennarateymi klúbbsins.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 15:00

GK: Styrktarmót fyrir karlasveitina

Sunnudaginn 13. október fer fram á Hvaleyrarvelli styrktarmót fyrir karlasveit Keilis sem heldur á Evrópumót klúbbliða í Portúgal. Síðasta mót gekk frábærlega og komust færri að enn vildu, veðurspáin fyrir sunnudaginn er hreint út sagt glæsileg engin vindur og um 10 stiga hiti. Keilisvöllurinn er í frábæru ástandi ennþá og spilast eins og í júlí mánuði hraðar flatir og gæðin framúrskarandi. Keilismenn vonast til að sjá sem flesta, keppt verður með Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem deilt er með 5 í samanlagða forgjöf. Athugið að ef samanlögð forgjöf er hærri enn lægri forgjöfin er sú lægri látin gilda. Skráning er hafin…. ….. en það má skrá sig í mótið með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 14:00

Ko efst áhugakvenkylfinga í 3. sinn!

Ný-sjálenski kylfingurinn Lydia Ko hefir tekið við McCormack medalinunni, sem efsti kvenkylfingur á stigalista áhugakvennkylfinga, 3. árið í röð. Ko hlaut medalíuna í dag með viðhöfn úr hendi the Royal & Ancient og United States Golf Association (bandaríska golfsambandinu). Hin 16 ára Ko tókst að verja titil sinn á  Canadian Women’s Open á LPGA mótaröðinni og var síðan í 2. sæti á  Evian Championship, sem var 5. og síðasta risamót í kvennagolfinu í ár.  Þess mætti geta að Ko er nú í 5. sæti Rolex-heimslistans. Aðrir hápunktar á ferli hennar í ár eru 3. sætið á  Australian Women’s Open og T-17 árangur á LPGA Championship risamótinu! Geri aðrar 16 ára telpur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 13:30

Heimslistinn: Harrington í 99. sæti

Þrefaldur risamótsmeistarinn írski Pádraig Harrington er nú fallinn ofan í 99. sæti á heimslistanum. Þetta er það lægsta sem hann hefir verið á listanum í yfir 14 ár. Harrington komst fyrst meðal efstu 100 í heimi í fyrstu viku október 1996 þegar hann fór úr 104. sæti í 95. sæti eftir að landa 8. sætinu í  Linde German Masters mótinu. En hann féll síðan aftur af topp-100 12. júlí 1998 og var á tímabili utan topp-100 þ.e. til 25. apríl 1999 og allt síðan þá hefir Harrington verið innan topp-100 á heimslistanum og hefir komist hæst í 3. sætið í febrúar 2009. Líkt og Tiger hefir Harrington ekki sigrað í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 13:00

Jiménez mun verja titil á HK Open

Spánverjinn Miguel Angel Jiménez hefir staðfest að hann muni verja titil sinn á Hong Kong Open  5.-8. desember 2013. Jiménez varð elsti sigurvegari í sögu Evrópumótaraðarinnar þegar hann vann titilinn í Hong Kong Golf Club í nóvember á síðasta ári, en þá var hann 48 ára og 318 daga gamall, þar sem hann bætti aldurmet Írans Des Smyth, sem fram að því var elstur sigurvegara þegar hann vann árið  2001 Madeira Islands Open. Þetta var líka í 3. sinn sem Jiménez vinnur sama mót þ.e. Hong Kong Open, en áður hafði hann unnið í Fanling árin 2005 og 2008. Jiménez sýndi meistaratakta á lokahringnum þegar hann lauk keppni á skori upp á 65 Lesa meira