Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2013 | 21:00

Ko gerist atvinnumaður

Í viðtölum hefir golfdísin ný-sjálenska Lydia Ko lítið gefið fyrir það að hún væri að gerast atvinnumaður.  Hún var fyrir stuttu valin besti áhugakvenkylfingur heims 3. árið í röð.

Nú er hins vegar komið að því. Ko hefir sótt um undanþágu frá 18 ára aldurstakmarkinu að mega spila á LPGA Tour, en hún er aðeins 16 ára. Það þýðir að hún er að gerast atvinnumaður.

Þrátt fyirr ungan aldur er Ko nú þegar nr. 5 á heimslista kvenna og er þegar búin að vinna 2 mót á LPGA mótaröðinni.  Eins varð hún í 2. sæti á Evian Masters risamótinu.

Talsmaður LPGA mótaraðarinnar staðfesti í dag að þau hefðu móttekið beiðni frá Lydiu Ko um að hún megi spila á mótaröðinni.

Lydia Ko hefir bara á þessu ári orðið af $ 1 milljón (u.þ.b. 120 milljónum íslenskra króna) vegna þess að hún er áhugamaður og má ekki taka við verðlaunafé í þeim mótum þar sem hún hefir sigrað.

Ýmis fordæmi eru fyrir að slíkar undanþágur sem Ko er að sækja um á LPGA hafi verið veittar.  Þannig var Lexi Thompson 16 ára þegar hún vann mót á LPGA , árið 2011. Lexi fékk að spila á LPGA 17 ára.  Lydia Ko verður 17 ára, 28. apríl á næsta ári.   Varla spurning að hún verður farin að spila sem atvinnumaður á LPGA á þeim tíma, en telpan er hreinn golfsnillingur!