Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2013 | 10:00

3 ára golfgutti – Myndskeið

Hinn 3 ára Michael Patton frá Dublin á Írlandi er alveg ótrúlega góður að chippa ofan í þvottakörfu, sem komið hefir verið upp í stofunni á heimili hans.

„Þetta byrjaði allt saman þegar honum var í sífellu að takast að slá plastkúlur inn um þak á leikfangahúsi sínu, „sagði pabbi Michaels litla, Rob Patton.  „Þess vegna var þvottakörfunni komið upp. Þegar hann sló í hana ítrekað tókum við fram upptökutækið og tókum höggin hans upp!“

Til þess að sjá Michael litla chippa í þvottakörfuna í stofunni heima hjá sér SMELLIÐ HÉR: 

Það fer síðan ekkert framhjá neinum í lok myndskeiðsins hver er uppáhaldskylfingur Michaels Patton….. Rory McIlroy.

Patton þykir svipa mjög til annars golfgutta sem er jafnvel enn yngri, hinum 2 ára bandaríska Owen Kopinski, en sjá má Owen slá og pútta alveg ótrúlega vel með því að SMELLA HÉR: 

Í framtíðinni eigum við eflaust eftir að sjá þá Patton og Opinski á risamótum eða í Ryder bikars keppninni 2034? (Rifjið þá upp þessa grein!!!)

Heimild: Bleacher Report