Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: 7 leiða á Portugal Masters eftir 1. dag

Það eru 7 kylfingar sem leiða eftir 1. dag á Portugal Masters: Felipe Aguilar, Maximilian Kiefer, Graeme Storm, Jamie Donaldson, David Lynn, Alvaro Quiros og Simon Thornton.

Þeir léku allir á 6 undir pari, 65 höggum.

Hópur 9 kylfinga er deilir síðan 8. sætinu einu höggi á eftir forystunni en þeirra á meðal er Julien Quesne, sem vann Italian Open Lindt í síðasta mánuði.

Þrettán kylfingar léku síðan á 4 undir pari, 67 höggum, þannig að munur milli efsta og 30. sætis eru 2 högg og staðan því jöfn og spennandi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: