Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 04:45

PGA: Jeff Overton leiðir eftir 1. dag Frys.com Open

Bandaríski kylfingurinn Jeff Overton leiðir eftir 1. dag Frys.com Open.

Hann lék 7 undir pari, 64 höggum á hring þar sem hann fékk 1 örn og 5 fugla. Overton komst m.a. eitt sinn í fréttirnar fyrir að vera með mótþróa við handtöku, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Brian Harman. Harman er e.t.v. ekki einn af þekktustu kylfingum PGA Tour en sjá má kynningu Golf 1 á Brian Harman með því að SMELLA HÉR:

Í 3. sæti eftir 1. dag er síðan Kyle Stanley á 5 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: