Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2013 | 20:30

Rory tók hring með Clinton

Rory hefir nú tekið sér gott frí frá keppnisgolfi eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Tour Championship.

Engu að síður hefir hann ekki aðeins nýtt tímann til æfinga heldur spilar hann líka golf sér til skemmtunnar.

Og nú í vikunni tók hann hring með fyrrum Bandaríkjaforseta Bill Clinton.

Clinton hefir verið á ferðalagi í  Írlandi en hann er vinsæll gestaræðumaður.  Á Írlandi var hann m.a. myndaður þegar hann var að snæðingi með aðalsöngvara U2 Bono.

Sjálfskipað æfingafrí Rory tekur nú bráðum endi en hann mun keppa í næstu viku á Opna kóreanska og svo tekur hann þátt í HSBC Champions heimsmótunum. Á milli þess sem hann spilar í mótum í Asíu, mun hann heyja einvígi við Tiger Woods, þ. 28. október n.k. í Kína.

Heimild: Golf Digest