Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 10:00

LPGA: Lee leiðir enn á 2. degi í Malasíu – Lexi komin í 2. sætið!

Ilhee Lee frá Suður-Kóreu leiðir enn á 2. degi Sime Darby LPGA Malaysia móti vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Hún er samtals búin að spila á 13 undir pari, 129 höggum (64 65).

Upp í 2. sætið er Lexi Thompson búin að vinna sig upp eftir glæsihring upp á 63 högg. Hún er samtals búin að spila á 12 undir pari, 130 höggum (67 63).

Í 3. sæti er kínverski kylfingurinn Shanshan Feng, sem sigraði í síðustu viku á Reignwood Classic mótinu. Hún er hefir samtals leikið á 10 undir pari, 132 höggum (67 65).

Fjórða sætinu deila síðan IK Kim og Paula Creamer, báðar á 9 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu SMELLIÐ HÉR: