Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 13:45

PGA: Koepka leiðir fyrir lokahringinn á Frys.com

Það er Brooks Koepka sem enn leiðir fyrir lokahring Frys.com Open sem leikinn verður í kvöld.

Koepka er búinn að spila hringina 3 á samtals 15 undir pari, 198 höggum (67 64 67).

Í 2. sæti George McNeill og Jason Kokrak 2 höggum á eftir Koepka.

Spurning hvort Koepka nái að halda út og standi uppi sem sigurvegari í kvöld?

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: