Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 13:35

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 4. sæti eftir 2. dag í Tennessee

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tekur nú ásamt golfliði ETSU þátt í Bank of Tennessee mótinu í Bandaríkjunum.

Mótið stendur dagana 11.-13. október og leikið er á Blackthorn Club at the Ridges í Jonesborough, Tennessee.

Þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum.

Eftir 2. dag er Guðmundur Ágúst í 50. sæti í einstaklingskeppninni er búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 152 höggum (75 77). Hann er á 4. besta skori ETSU og telur það því á 4. sætis árangri ETSU í liðakeppninni eftir 2. dag.

Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs SMELLIÐ HÉR: