Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: David Lynn sigraði á Portugal Masters!

Það var Englendingurinn David Lynn sem stóð uppi sem sigurvegari í Vilamoura, á Portugal Masters.

Hann spilaði samtals á 18 undir pari, 266 höggum (65 65 73 63).

Sigurinn tryggði hann með glæsilokahring upp á 63 högg!

Í 2. sæti varð Justin Walters frá Suður-Afríku aðeins 1 höggi á eftir Lynn og 3. sætinu deildu: Stephen Gallacher, Bernd Wiesberger og Paul Waring á samtals 16 undir pari, hver.

Í 6. sæti urðu síðan Jamie Donaldson og Hennie Otto frá Suður-Afríku, báðir á samtals 15 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. og lokahringsins á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: