Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 23:00

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1

Þennan verður að segja á ensku:

Question: Why do golfers wear two pairs of socks?

Answer: In case they get a hole in one.

Nr. 2

Náungi einn sem er orðinn ansi þreyttur á strákunum í hollinu á undan sér gengur að þeim og réttir þeim miða sem á stendur: „Ég er mál- og heyrnarlaus. Má ég nokkuð fara fram úr ykkur?“

„Farðu til fjandans“ segja þeir óvingjarnlega. „Þú getur bara beðið eins og allir hinir.“

Á næstu holu flýgur bolti í háum boga og hittir einn hægfara kylfinginn illa. Hann dettur til jarðar og veltist þar um í sársauka. Hann snýr sér síðan að teig og sér þar mál-og heyrarlausa náungann. Hann er með dræverinn í höndinni og heldur hinni höndinni á lofti og veifar fjórum fingrum (Þennan hefði eiginlega þurft að segja á ensku líka og þá endar hann svona: „holds up four fingers!“)

Nr. 3

Golfari slær heilmikið slæshögg á fyrstu holu og boltinn lendir á bakvið skúr.  Hann er í þann mund að vippa boltanum úr þessari slæmu legu þegar kylfusveinninn hans segir. „Bíddu ég fer bara inn í skúrinn opna gluggann og hurðina og þú getur slegið með 3-trénu í gegnum skúrinn.“

Kylfusveinninn gerir eins og hann var búinn að segjast ætla að gera og kylfingurinn okkar dregur fram 3-tréð og dúndrar í boltann af fullu afli. Boltinn rétt nær að skúrnum, en lendir á gluggakarminum endurkastast og hittir kylfinginn okkar í hausinn og hann snardrepst.

Það næsta sem kylfingurinn okkar veit er að hann stendur fyrir framan Gullna Hliðið og sér Lykla-Pétur með 3-tréð sitt í höndinni.  Sá segir: „Þér finnst þú eflaust vera góður kylfingur?“

Og kylfingurinn svarar: „Hey, ég komst nú einu sinni hingað í tveimur, ekki satt?“

Nr. 4

Mjög slæmur kylfingur er að spila nýja golfvöllinn og á venju fremur afar slæman hring. Hann er á 18. holu og sér vatn.

Hann segir við kylfusveininn sinn: „Ó, ég held ég drekki mér bara þarna í vatninu.“

Kylfusveinninn svarar: „Ég hugsa að þú getir það ekki, þú getur ekki með nokkru móti haldið höfðinu niðri svo lengi.“

 

Nr. 5

Svo einn í lokinn sem á að vera sannsögulegur:

Richard Nixon var aldrei mikill kylfingur í forsetatíð sinni.

Hann spilaði þó smá þegar hann var varaforseti aðallega vegna þess að Eisenhower var svo forfallinn kylfingur.

Dag einn þegar hann var sjálfur orðinn forseti mætti hann Henry Kissenger. „Ég var á 126 höggum í dag,“ sagði hann.

„Það er mjög gott, golfið hjá þér er að batna,“ á Kissenger að hafa svarað.

„Nei, ég var í keilu“ á Nixon að hafa svarað 🙂