Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Jamieson næstum á 59!

Skotinn Scott Jamieson var nálægt töfratölu golfsins, sögulegum 59 höggum á Portugal Masters í dag ….. því miður varð hann að gera sér 60 högg að góðu og vermir nú 2. sætið fyrir lokahringinn ásamt 3 öðrum og er 2 höggum á eftir forystumanni dagsins Paul Waring.

Hinn 29 ára Skoti (Scott Jamieson) frá Glasgow fékk 11 fugla á fyrstu 17 holum 3. hrings síns á Oceanico Victoria golfvelinum í Vilamoura og þurfti aðeins einn í viðbót á par-71 vellinum, til þess að ná í fyrstu 59-una á Evrópumótaröðinni.

Aðhögg hans fór því miður yfir flötina og vipp Jamieson af 5 metra færi straukst við holuna en datt því miður ekki.

En engu að síður. Glæsihringur hans upp á 11 undir pari, 60 högg varð til þess að hann skaust upp um 50 sæti og er eins og segir í 2. sæti ásamt 3 öðrum, 2 höggum á eftir Englendingnum Paul Waring, sem er einn efstur á samtals 16 undir pari.

Jamieson sagði m.a. í viðtali við Sky Sports: „Ég sagði við Richard (kaddýinn hans) eftir að hafa spila vel 17 holur, þá vil ég virkilega ná fugli hér þannig að ég hafi möguleika á að hann detti á síðustu holu og ég gæti ekki hafa beðið um betri högg. Ég vippaði aðeins of stutt frá holunni en þvílíkt vipp!

„Þegar ég fékk fugl á 13. holu sagði ég við Richard „nokkra í viðbót og við gætum verið hluti af sögunni.“ Ég var virkilega stressaður en svona mótslega séð þá eru þeir sem eru í forystunni a.m.k. á 16, 17 eða 18 undir pari þegar þeir spila lokahringinn á morgun þannig að það hélt mér við efnið.“

Jamieson, sem var á 66 höggum á fimmtudag en átti í erfiðleikum í gær (föstudag) og var á 73 bætti síðan við: „Ég spilaði virkilega vel fyrsta daginn en fékk ekkert út úr því. Ég var á 5 undir pari en lengsta púttið sem ég setti niður var e.t.v. 2,5 metra frá holu.“

„Mér finnst eins og ég hafi verið að spila vel í nokkurn tíma, það eru nokkrir góðir hringir hér og þar. Í gær (þegar hann var á 73) spilaði ég ekki endilega illa, skorið var bara ekki gott, þannig að þetta var gott í dag.“

Jamieson deilir 2. sætinu með Simon Thornton, Jamie Donaldson og Hennie Otto, meðan enn önnur þrenning kylfinga deilir 5. sæti: Pablo Larrazabal, Alvaro Quiros og Chris Doak.