Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Íris Katla hefja leik í dag í N-Karólínu
Klúbbmeistari GA 2013, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR hefja í dag leik á Patsy Rendlemen Invitational háskólamótinu í Salisbury, Norður-Karólínu. Mótið fer fram dagana 14-15. október. Því miður er enginn tengill á mótið en Golf 1 verður með úrslit um leið og þau birtast!
Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars og Furman hófu leik í Texas í gær
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman taka þátt í Betsy Rawls Longhorn Invitational mótinu í Texas í gær – en mótið stenur dagana 13.-15. október. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Gestgjafi er háskólinn í Texas (University of Texas) og leikið í Austin, Texas. Ingunn er í 63. sæti í einstaklingskeppninni eftir 1. dag með hring upp á 4 yfir pari, 76. Hún er á 2.-3. besta skori Furman, sem er í næstneðsta sæti í liðakeppninni eins og er eða 17. sætinu. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Betsy Rawls Longhorn Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Jimmy Walker sigraði á Frys.com Open
Það var bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker sem labbaði sig inn á lokahringnum og sigraði á Frys.com Open, eftir að landi hans Brooks Koepka hafði verið í forystu mestallt mótið. Walker lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (70 69 62 66). Fyrir lokahringinn var hann 3 höggum á eftir forystumanninum fyrir lokahringinn Brooks Koepka. Walker átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti gamla brýnið Vijay Singh, sem lék á samtals 15 undir pari. Þriðja sætinu deildu síðan ólánsfuglinn Brooks Koepka, en ekkert gekk upp hjá honum lokahringinn, Kevin Na, Hideki Matsuyama og Scott Brown allir á samtals 14 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira
GFH: Framkvæmdir við Ekkjufellsvöll
Einkenni Ekkjufellsvallar eru fallegar hamraborgir sem umliggja völlinn. Hann er frekar erfiður á fótinn, þar sem hæðarmunur er töluverður og er t.d. 15 metra hæðarmunur á flöt og teig á níundu brautinni. Nú í haust hefir verið unnið í breytingum og bótum á vellinum og er ekki hægt annað en að mæla með að kylfingar drífi sig austur á land á næsta ári og prófi þessa krefjandi perlu íslenskra golfvalla og skoði og prófi jafnframt allar flottu breytingarnar á vellinum. Þannig voru nýir teigar útbúnir á þriðju braut, ásamt því að kvennateigur á annari braut og karlateigur á þeirri fyrstu voru stækkaðir töluvert. Stærsta framkvæmdin var þó á áttundu braut Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest luku leik í 9. sæti á Tar Heel mótinu
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest luku í kvöld leik í Ruth Chris´s Tar Heel Invitational mótinu. Gestgjafi var háskólinn í Norður-Karólínu (University of North Carolina) og leikið var á Chapel Hill í Norður Karólínu. Mótið stóð dagana 11.-13. október 2013. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum. Ólafía Þórunn lauk leik í 27. sæti sem hún deildi með 4 öðrum kylfingum í einstaklingskeppninni Hún lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (73 74 73). Ólafía Þórunn var á 3. besta skori Wake Forest, en Wake Forest lauk keppni í 9. sæti í liðakeppninni. Næsta mót sem Ólafía Þórunn og Wake Forest spila í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst spilaði lokahringinn á 71 höggi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lauk í kvöld ásamt golfliði ETSU leik á Bank of Tennessee mótinu í Bandaríkjunum. Mótið stóð dagana 11.-13. október og var leikið á Blackthorn Club at the Ridges í Jonesborough, Tennessee. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Guðmundur Ágúst átti sinn besta hring í mótinu í dag upp á 1 undir pari, 71 högg. Þar með fór hann upp úr 50. sætinu sem hann var í fyrir lokahringinn í einstaklingskeppninni upp í 40. sætið, sem hann deildi með 8 öðrum. Samtals lék Guðmundur Ágúst á 4 yfir pari, höggum (72 77 71). Hann var á 4.-5. besta skori ETSU og taldi það því á 4. sætis Lesa meira
GKJ: Kristján Þór og Ingvar Haraldur sigruðu í Opna haustmótinu
Í dag fór fram Opna haustmót GKJ á Hlíðarendavelli. Um 120 voru skráðir til leiks en 112 luku keppni þar af 12 kvenkylfingar. Veitt voru 1 verðlaun í höggleik án forgjafar og eins voru veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppninni. Á besta skori varð klúbbmeistari GKJ 2013 Kristján Þór Einarsson, en hann kom í hús á glæsiskori 3 undir pari, 69 höggum. Hann hlaut í verðlaun gjafabréf á Vox á árstíðarseðil að verðmæti kr. 20.000, konfektkassa frá Nóa Síríus og 2×10 pakka af Carlsberg. Sigurvegari í punktakeppnishlutanum var Ingvar Haraldur Ágústsson, GKJ, en hann var á 40 glæsipunktum og hlaut að launum sömu verðlaun og Kristján Þór hér Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Orri Þórðarson – 13. október 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Orri Þórðarson Kristófer Orri er fæddur 13. október 1997 og er því 16 ára í dag. Kristófer Orri er í GKG, spilaði á Íslandsbankamótaröðinni í sumar og stóð sig vel! Kristófer Orri varð þannig t.a.m. í 6. sæti á stigalista GSÍ í drengjaflokki. Á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar varð Kristófer Orri í 5. sæti; Kristófer Orri varð í 3. sæti (á eftir Fannari Inga og Birgi Birni) á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Hellu; á 3. mótinu (Íslandsmótinu í holukeppni) komst Kristófer Orri í 16 manna úrslit en varð að láta í minni pokann fyrir Henning Darra, GK á 19. holu og tapaði því naumt. Kristófer Orri tók ekki þátt Lesa meira
Tony Jacklin flottur – dansar við „If it ain´t got that swing…. – Myndskeið
Golffréttamaðurinn Des Lynam veltir fyrir sér í Telegraph hvað í veröldinni hafi fengið golfgoðsögnina Tony Jacklin til þess að dansa í breska þættinum „Stricktly come dancing.“ Vantar Jacklin, sem er 69 ára pening? Eða er hann að reyna að minna á forna frægð? Það fyrra er ekki rétt og það seinna er ólíklegt, enda Tony búinn fyrir löngu að skrifa sig í golfsögubækurnar sem sigurvegari Opna breska 1969 og Opna bandaríska 1970, Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu 1983-1989 og meðlimur frægðarhallar kylfinga frá 1992. Lynam finnst engu að síður að einn stjórnandi á BBC hafi átt að taka í taumanna og bjarga Jacklin frá sjálfum sér, svo hryllilegur finnst honum Lesa meira
GÞ: Guðmundur Karl sigraði í Opna október mótinu
Það voru 26 manns sem tóku þátt í Opna október mótinu í Þorlákshöfn í dag, þar af aðeins 2 konur. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og veitt voru nándarverðlaun. Í punktakeppninni sigraði heimamaðurinn Guðmundur Karl Guðmundsson, GÞ, hlaut 39 glæsipunkta. Í verðlaun hlaut Guðmundur Karl 20.000 kr. útttekt úr Golfbúðinni í Hafnarfirði. Í 2. sæti varð Grétar H. Sigurgíslason, GOS og hlaut hann 15.000 kr. úttekt úr Golfbúðinni í Hafnarfirði. Grétar var á 37 höggum (þ.e. með 19 punkta á seinni 9) og hlaut hann því 2. sætið umfram Hauk Lárusson, GR, sem einnig var með 37 punkta en einum punkti færra á seinni 9. Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: Lesa meira









