Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 08:00

Lexi komin í 14. sæti heimslistans

Lexi Thompson, sem sigraði á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu nú um helgina er komin í 14. sæti á Rolex-heimslista kvenkylfinga og er þetta það hæsta sem hún hefir komist á listanum.

Með sigrinum fór Lexi upp um 7 sæti úr 21. sætinu í 14. sætið og er hún þar með 4. hæst rankaði bandaríski kvenkylfingurinn á listanum á eftir nr. 3 Stacy Lewis, nr. 11 Paula Creamer og nr. 12 Cristie Kerr.

Staðan á topp-10 á Rolex-heimslistanum er óbreytt. Inbee Park trónir í efsta sæti, í 2. sæti er norska frænka okkar Suzann Pettersen; í 3. sæti er sem segir Stacy Lewis; í 4. sæti er So Yeon Ryu; í 5. sæti er áhugamaðurinn 16 ára Lydia Ko; í 6. sæti er Na Yeon Choi.

Þá er komið að einu breytingunni á topp-10 hjá konunum á Rolex-heimslistanum.  Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng sem búin er að standa sig svo vel að undanförnu hefir sætaskipti við áströlsku golfdrottninguna Karrie Webb þ.e. Feng er komin í 7. sætið og Webb fer niður í 8. sætið.

Í 9. sæti er eftir sem áður skoski kylfingurinn Catriona Matthew og í 10. sæti er IK Kim.

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Yani Tseng er komin niður í 22. sætið á Rolex-heimslistanum.

Til þess að sjá listann í heild SMELLIÐ HÉR: