Rory McIlroy og Caroline Wozniacki í Kína, 1. nóvember 2011.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 14:30

Rory segir Caroline upp

Nú er það opinbert. Rory McIlroy og Caroline Wozniacki eru hætt saman…. skv. frétt í Telegraph, sjá með því að SMELLA HÉR:  og reyndar fleiri miðlum t.a.m. Yahoo Sports SMELLA HÉR: og golf365 SMELLA HÉR:  o.fl., o.fl.

S.l. tvö ár hafa Rory og Caro verið mest umtalaða íþróttapar í slúðurdálkunum, en nú eftir að Rory er fallin úr 1. sætinu úr heimslistanum í það 6. ætlar hann að einbeita sér eingöngu að golfinu.

Wozniacki, 23 ára, sem eitt sinn lýsti  McIlroy sem „kjörkæresta sínum“ er sögð vera algerlega í rusli.

En skv. „áreiðanlegum heimildum“ sagði Rory, 24, að nú væri engin leið aftur tilbaka fyrir þau að taka upp þráðinn, hann hefði gert upp hug sinn að golfleikur hans væri í 1. sæti.

Heimildarmaðurinn sagði jafnframt við írskt dagblað: „Samband þeirra er liðið undir lok. Þetta er mjög erfiður tími fyrir þau bæði en þetta er það besta þegar til langs tíma er liðið. Það flóðu tár. Hún er enn með prófæl myndina af þeim á félagssíðunum frá þeim í hamingjuríkari tímum, en ég fullyrði að þau eru ekki lengur saman. Rory virðir Caroline mjög og þau áttu góða tíma saman, en honum finnst nú tími kominn til að halda áfram. Og hann óskar henni ekkert nema hins besta.“