Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2013 | 09:00

Jiménez fékk 100 rauðvínsflöskur fyrir ás á Portugal Masters!

Hinn vindlareykjandi, spænski kylfingur Miguel Ángel Jiménez fékk 100 flöskur af rauðvíni á sunnudaginn eftir að hann fékk ás á Portugal Masters.

Jiménez, sem elskar Havana vindla, fékk ás á 186 yarda par-3 8. braut Oceanico Victoria golfvellinum í Vilamoura.

SEXY wine, sem voru styrktaraðilar þessa móts á Evróputúrnum, verðlaunuðu afrekið með 100 flöskum af besta rauðvíni sínu.

Ekki er annað að sjá en að Jiménez hafi verið ánægður með verðlaunin!