Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 17:00

GK: „Strákarnir“ unnu styrktarmót fyrir karlasveit Keilis

Í gær 13. október 2013 fór fram styrktarmót fyrir karlasveit Keilis sem tekur þátt í Evrópumóti klúbbliða í Portúgal, 24.-26. október n.k.

Ákveðið var að halda eitt styrktarmót í viðbót fyrir karlasveit Keilis og markaði þetta mót lok keppnishalds á Hvaleyrarvelli í ár.

Það voru 148 kylfingar fylltu mótið í frábæru veðri, þar af 16 kvenkylfingar og var spilað Texas Scramble, tveir saman í liði.

Verðlaun voru veitt fyrir 10. efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.

Deilt var í samanlagða forgjöf með 5. Ef samanlögð forgjöf var hærri enn lægri forgjöfin var sú lægri látin gilda. Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum þeim sem tóku þátt í styrktarmótunum kærlega fyrir.

Verðlaun í Styrktarmóti Evrópuliðs Keilis 2013 hlutu eftirfarandi:

1. sæti Strákarnir þ.e. Guðjón Steingrímsson og Páll Arnar Erlingsson

2. sæti Beliebers þ.e. Gísli Sveinbergsson og Benedikt Sveinsson

3. sæti Fiskarnir þ.e. Örn Rúnar Magnússon og Sævar Ingi Sigurgeirsson

4. sæti Parið þ.e. Agla Hreiðarsdóttir og Gunnar Bergmann Gunnarsson

5. sæti Elfs þ.e. Guðjón Árnason og Guðmundur Karlsson

6. sæti SARA þ.e. Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson – smart alías myndað úr upphafsstöfum stigameistaranna okkar!!!

7. sæti twins þ.e. Elmar Þór Atlason og Víðir Már Atlason

8. sæti leftý þ.e.  Jón Elvar Steindórsson og Óðinn Gunnarsson

9. sæti Feðgar þ.e. Gísli Guðjónsson, GÁS og Guðlaugur Gíslason

10. sæti Andri Ágústsson þ.e. Andri Ágústsson og Jón Gunnar Gunnarsson

Nándarverðlaun:
4. braut Guðjón Steingrímsson 1.10 m
6. braut Palli Erlings 53 cm
10. braut Guðjón Gottskáld Bragasson 1.64 m
16. braut Gísli Sveinbergsson 1.59 m