
Hver er kylfingurinn: Jimmy Walker?
Jimmy Walker er nafn sem ekki er öllum golfáhugamanninum tamt, en Walker er ekki oft efstur á skortöflunni eins og í gær (13. október 2013) á lokadegi Frys.com Open. Sigurinn í gær var hans fyrsti sigur á PGA Tour. Jafnvel þó fólk komi honum ekki fyrir sig er nafnið kunnuglegt vegna þess að það hljómar eins og þekkt skoskt malt whisky; Johnnie Walker, ef ekkert annað. En, hver er kylfingurinn?
Jimmy Walker fæddist í Oklahoma City, Oklahoma 16. janúar 1979 og er því 34 ára. Eftir menntaskóla lék hann golf með golfliði Baylor University í Waco, Texas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi strax eftir háskóla, árið 2001. Sem stendur spilar Walker á PGA Tour en var m.a. á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) 2003 og 2004. Árið 2004 kynntist hann eiginkonu sinni, Erin, sem þá var sjálfboðaliði á Web.com móti. Þau eru í dag gift og eiga 2 börn. Það ár (2004) var Walker sigurvegari peningalista Nationwide Tour og var valinn leikmaður ársins á þeirri mótaröð og þannig vann hann sér kortið sitt á PGA Tour. Það ár vann hann tvö mót á Nationwide Tour: BellSouth Panama Championship og Chitimacha Louisiana Open.
Hann spilaði þó aðeins í 9 PGA Tour mótum árið 2005, vegna meiðsla og náði í gegnum niðurskurð í 6 þeirra. Árið 2006 spilaði hann í 21 móti á PGA Tour og náði aðeins 9 sinnum niðurskurði. Hann náði ekki að halda kortinu sínu á PGA Tour og var aftur kominn á Nationwide Tour 2007. Hann varð í 25. sæti á peningalista Nationwide Tour 2007 og fékk aftur kortið sitt á PGA Tour 2008. Árið 2007 vann hann 1 sinni á Nationwide þ.e. á National Mining Association Pete Dye Classic. Hann hélt sér síðan á PGA Tour með því að komast í gegnum Q-school 2008.
Walker lauk 2009 keppnistímabilinu í 125. sæti á peningalistanum, var heppinn og náði sér þar með í síðasta kortið sem í boði var á PGA Tour. Árið 2010 náði hann besta árangri sínum til dagsins í gær en það var 3. sætið á Valero Texas Open. Hann varð þar með í 103. sæti á peningalistanum og hélt sér á PGA Tour 2011. Það ár 2011 átti hann besta keppnistímabil sitt á PGA Tour til þessa. Hann varð í 50. sæti á FedEx Cup stigalistanum og var með 4 topp10-árangra. Hann fylgdi eftir frábæru keppnistímabili 2011 með öðru góðu ári 2012. Það ár varð Walker 64. á FedEx Cup stigalistanum og átti 6 topp-10 árangra, þ.á.m. varð hann tvisvar sinnum í 4. sæti.
Í gær (13. október 2013) kom síðan fyrsti sigur Walker á PGA Tour á Frys.com Open, eftir 9 ár og 188 mót sem hann hefir tekið þátt á PGA Tour. Sá sigur veitir honum undanþágu til þess að spila á Hyundai Tournament of Champions í ársbyrjun 2014, og eins fær hann nú í fyrsta sinn að taka þátt í draumamóti allra kylfinga The Masters risamótinu. Auk þess er hann búinn að tryggja sér keppnisrétt á PGA Tour til ársloka 2016.
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!