Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 09:55

Evrópumótaröðin: 4 í forystu í Perth eftir 1. dag

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er ISPS Handa Perth International mótið en það fer fram á golfvelli Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu.

Eftir fyrsta hring eru 4 kylfingar sem leiða: Svíinn Peter Hedblom, suður-kóreanski kylfingurinn Jin Jeong og heimamennirnir James Nitties og Clint Rice.

Allir léku þeir 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir er hópur 8 kylfinga, þ.á.m. bandaríski PGA Tour leikmaðurinn Dustin Johnson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: