Sigurpáll nýr íþróttastjóri Kjalar
Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ hefir ráðið Sigurpál Geir Sveinsson, sem nýjan íþróttastjóra hjá sér.
Þannig segir í fréttatilkynningu frá Kili:
Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ hefur gengið frá ráðningu Sigurpáls Geirs Sveinssonar í starf íþróttastjóra við klúbbinn.
Sigurpáll mun annast skipulagningu á þjálfun og afreksstarfi golfklúbbsins auk kennslu afrekshópa. Samningurinn sem gerður er til þriggja ára var undirritaður nú í kvöld á lokahófi afreksshópa fyrir árið 2013 þar sem Sigurpáll var kynntur fyrir hópnum.
Ráðning Sigurpáls er liður í endurskipulagningu á afreksstarfinu hjá klúbbnum. Íþróttastjóri mun vinna þétt með afreksnefnd klúbbsins að stefnumótun og uppbyggingu í starfinu.
„Það hefur verið aukning í unglinga og afreksstarfinu hjá Kili, og það kallar á aukið vinnuframlag. Heilsárkennsla hefur verið hlutastarf undanfarið árið og teljum við þörf á að bæta í, þá sér í lagi hvað varðar skipulagningu, að framfylgja afreksstefnu o.þ.h.
Með starfi íþróttastjóra mun einnig fylgja aðkoma að stefnumótun afreksstarfs og skipulagningu á allri kennslu klúbbsins. Það er öflugt teymi sem vinnur að afreksstarfinu hjá okkur og það er hugur í mönnum“ segir Guðjón Karl Þórisson formaður Golfklúbbsins Kjalar.
„Einar Lyng hefur sinnt kennslu afrekshópa í hlutastarfi yfir vetrarmánuðina og leyst það verkefni með ágætum. Færum við honum bestu þakkir fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum.“ segir Guðjón.
Sigurpáll er margfaldur Íslandsmeistari einstaklinga í golfi og á að baki íslandsmeistaratitla með golfklúbbnum Kili í sveitakeppni. Reynsla hans mun án efa nýtast verðandi afrekskylfingum okkar vel í framtíðinni.
Fyrir hönd stjórnar Golfklúbbsins Kjalar,
Guðjón Karl Þórisson
Formaður
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi