Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 17:45

Happy Gilmore leikari tekinn fyrir ölvunarakstur

Leikari í einni vinsælustu golfkvikmynd allra tíma gerðist brotlegur við lögin  í gærmorgun í Norður-Karólínu.

Christopher McDonald, sem lék Shooter McGavin í kvikmyndinni „Happy Gilmore,“ frá árinu 1996 var handtekinn af lögreglu í Wilmington, í Norður-Karólínu kl. 4:30 í gærmorgun (að staðartíma – u.þ.b. 8:30 hjá okkur).

Hér má sjá brot úr Happy Gilmore þar sem  Christopher McDonald og Adam Sandler eru í aðalhlutverkum SMELLIÐ HÉR:

Hinn 58 ára gamli leikari var með 1.5 prómill í blóðinu sem er næstum tvöfalt leyfilegt alkóhólmagn í blóði í Norður-Karólínu.

McDonald, sem lék í sjónvarpsþáttunum „Boardwalk Empire,“ á HBO nú nýlega var í Wilmington vegna töku kvikmyndar sem hann leikur í.

Leikaranum var sleppt eftir 3 tíma og eftir að hann hafði reitt af hendi tryggingu upp á $1,000 (u.þ.b. ísl. kr. 120.000).

Mál McDonald verður tekið fyrir 11. desember n.k.