Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 06:30

PGA: JJ Henry leiðir eftir 1. dag á Shriners Hospitals for Children Open

Það er bandaríski kylfingurinn JJ Henry sem leiðir eftir 1. dag Shriners Hospitals for Children Open.

Henry lék 1. hring á 11 undir pari 60 höggum!

Á hringnum fékk Henry 1 örn og 9 fugla og missti hvergi högg.

Í 2. sæti er argentínski kylfingurinn Andres Romero aðeins 1 höggi á eftir á 10 undir pari, 61 högg.

Þriðja sætinu deila James Driscoll, Jonathan Byrd og Jeff Overton á 8 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: