Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 14:50

Rory í 12. sæti á Opna kóreanska eftir 1. dag

Rory McIlroy hefir verið mikið í fréttum nú í vikunni …. vegna málaferla við fyrrum umboðsskrifstofu sína, en málið var þingfest í Dublin nú í vikunni og eins hefir hann verið í fréttum vegna sögusagna um sambandssslit við kærestu sína, Caroline Wozniacki nokkuð sem Rory hefir ekki viljað tjá sig um.

Rory er nú við keppni á Opna kóreanska eða á ensku Kolon Korea Open. Hann er langefst rankaði kylfingurinn af öllum keppendum, þ.e. sá kylfingur sem er í efsta sæti (6. sætinu) á heimslistanum.  Enda það eflaust ástæðan fyrir að hann tekur þátt til þess að koma sér í leikform og fá sigurbragðið aftur á tunguna ….. eða hvað?  Tekst honum nokkuð að landa sigri í Kóreu?  A.m.k. er honum nógu vel borgað eða um 170 milljóna ísl. króna fyrir það eitt að mæta, sem er sexföld upphæð sigurlaunanna í mótinu!

Rory er í 12. sæti eftir 1. dag sem hann deilir með 6 öðrum kylfingum, 3 höggum á eftir forystumanni 1. dags heimamanninum Ik-jae Jang.

Til þess að sjá stöðuna á Kolon Korea Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: