Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 11. sæti eftir 1. dag í Georgíu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU  tekur þátt í  U.S. Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgíu. Mótið stendur dagana 18.-20. október 2013 og eru þátttakendur 78 frá 15 háskólum. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum og deilir 72. sætinu í einstaklingskeppninni með Hickman, liðsfélaga sínum. Þeir báðir eru á 4.-5. besta skori ETSU (m.ö.o. tveimur lökustu skorum ETSU), sem deilir 11. sætinu í liðakeppninni eftir 1. dag. Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs og ETSU á 2. degi mótsins  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 07:30

Þýskaland liggur að fótum íslenskrar „álfkonu“ – Þórunnar Egilsdóttur

Þó þessi frétt teljist líklegast til ekkifrétta á golfvefsíðu þá er ekki annað hægt en að birta hana. Er ný íslensk stórsöngkona í uppsiglingu? Íslenska söngkonan Þórunn Egilsdóttir, sem búsett hefir verið stærstan hluta ævinnar í Luxembourg, tók þátt í Voice of Germany í gær og allir dómararnir 4 sneru sér við, þ.e. Þórunn er svo sannarlega komin áfram á næsta stig …. það sem maður óskar öllum íslenskum kylfingum, sem taka þátt í úrtökumótum á helstu mótaröðum heims. Litlum sögum fer hins vegar af golfkunnáttu Þórunnar. Þórunn valdi sér þýsku söngkonuna NENU sem þjálfara, sem e.t.v. er þekktust fyrir „99 Luftballons.“ Þjóðverjar eru kolfallnir fyrir Þórunni og kalla hana Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 07:00

Vier Stühle drehten sich um für unsere Elfe – Þórunn Egilsdóttir!!!

Ob sie Golf spielt oder nicht…. spielt zur Zeit keine Rolle. Die Isländer sind entzückt über den Erfolg von unserer Elfe …. Þórunn Egilsdóttir, die gestern, den 18. Oktober 2013,  im Voice of Germany teilnahm. Und nicht nur das; vier Stühle drehten sich um für Þórunn, als sie mit Waschbär-Make-up das Tori Amos Lied „Winter“ sang…. und sie ist weiter …. macht weiter mit ihrem auserwähltem „Coach“ NENA. Þórunn, die den größten Teil ihres Lebens in Luxembourg verbracht hat, wo sie u.A. für RTL moderiert, ist natürlich überglücklich und feierte mit ihrer Schwester die mitkam und ihr zusah!!! Hier können Sie sich Þórunns Auftritt noch einmal anschauen BITTE HIER ANCLICKEN: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 06:15

Tiger svindlari? Málaferli í uppsiglingu!

Umboðsmaður Tiger Woods,  Mark Steinberg, útilokar ekki að umbjóðandi hans (þ.e. Tiger) fari í mál gegn fréttamanni Golf Channel, Brandel Chamblee, sem skrifaði grein þar sem sagði að Tiger væri svindlari. Greinin birtist á Golf.com.  Þar dregur Chamblee upp mynd af Tiger sem kylfingi sem sveigi reglurnar sér í hag og gefur honum einkunina F í ár vegna endurtekinna brota hans á golfreglunum. Meðal þess sem stóð í grein Chamblee var eftirfarandi: „Þegar ég var í 4. bekk svindlaði ég á stærðfræðiprófinu mínu og þegar ég fékk prófið aftur stóð 100 efst á síðunni og fyrir ofan einkunnina stóð þessi setning: „Ó, þvílíkan vef sem maður spinnur þegar fyrst er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 05:00

PGA: Simpson efstur á Shriners á 2. degi eftir hring upp á 63!

Það er bandaríski kylfingurinn Webb Simpson sem leiðir eftir 2. dag Shriners Hospitals for Children Open. Hann átti glæsihring upp á 63 högg til að fylgja eftir hring upp á 64 og er efstur á samtals 15 undir pari, 127 höggum (64 63). Heilum 4 höggum munar á Simpson og næstu kylfingum sem deila 2. sæti á samtals 11 undir pari, en það eru: John Senden, Jeff Overton, Chesson Hadley, JJ Henry og Jason Bohn. Sjöunda sætinu á samtals 10 undir pari, hvor deila síðan Ryan Moore og Russell Knox. Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open eftir 2. dag  SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shriners Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stephen Douglas Allan – 18. október 2013

Það er Stephen Douglas Allan sem er afmæliskylfingur dagsins. Allan fæddist í Melbourne, Ástralíu 18. október 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Foreldrar Steve eins og hann er alltaf kallaður fluttust frá Skotlandi til Ástralíu 3 árum áður en hann fæddist. Allan gerðist atvinnumaður 1996 og var félagi á Evróputúrnum á árunum 1997-2000.  Árið 1998 var besta ár hans, en þá vann hann German Open og varð í 16. sæti á evrópska stigalistanum, en það ár er til dagsins í dag, besta ár hans í atvinnumennskunni. Annar sigur hans sem atvinnumanns kom heima fyrir í Ástralíu á Australian Open árið 2002.  Á árunum 2001-2005 spilaði Allan á PGA Tour Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 10:25

Rory í 5. sæti á Kolon Korea Open eftir 2. dag

Rory McIlroy  er í 5. sæti eftir 2. hring á Kolon Korea Open. Hann lék 2. hringinn á 69 höggum og er samtals á skori upp á 139 högg (70 69). Rory deilir 5. sætinu með 2 öðrum kóreönskum kylfingum og síðan eru enn 4 aðrir kóreanskir kylfingar á undan honum; Soon-san Hong í 1. sæti og síðan þrír sem deila 2. sætinu. Það munar 2 höggum á Rory og Hong. Til þess að sjá stöðuna á Kolon Korea Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 08:00

Evróputúrinn: Hedblom tekur forystuna í Perth

Sænski kylfingurinn Peter Hedblom hefir tekið forystuna snemma 2.dags á ISPS Handa Perth International, en mótið fer fram á golfvelli Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu. Réttara væri reyndar að segja að hann hafi aukið forystu sína, því í gær (á 1. degi) var hann jú í hópi nokkurra kylfinga sem leiddu á mótinu – Hann er sem sagt einn efstur sem stendur. Hedblom er búinn að leika á samtals 8 undir pari og er í efsta sæti, þegar hann á eftir 3 holur óspilaðar. Næstu kylfingar á eftir Hedblom eru á samtals 5 undir pari, þ.e. 3 höggum á eftir þ.e. Ross Fisher og Jin Jeong (á eftir 6 holur óspilaðar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik í Georgíu í dag

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU hefur leik í dag á U.S. Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgíu, í dag. Mótið stendur dagana 18.-20. október 2013 og þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum. Guðmundur Ágúst á rástíma kl. 9:10 að staðartíma (kl. 13:10 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs og ETSU SMELLIÐ HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 06:55

LPGA: 4 leiða í Incheon eftir 1. dag

Í gær hófst í Incheon í Suður-Kóreu, LPGA KEB-HanaBank Championhip en leikið er í Sky72 golfklúbbnum. Það eru fjórar stúlkur sem deila efsta sætinu eftir 1. dag: Amy Yang, Anna Nordqvist, Katherine Hull-Kirk og Ju Young Pak. Allar léku þær á 5 undir pari, 67 höggum. Ein í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir er sænska Solheim Cup hetjan Caroline Hedwall. Enn öðru höggi á eftir er hópur 7 kylfinga, sem allar léku á 69 höggum en þ.á.m. er sú sem á titil að verja, norska frænka okkar Suzann Pettersen. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Incheon SMELLIÐ HÉR: