Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2013 | 17:00

Wozniacki ein á æfingasvæðinu

Caroline Wozniacki tvítaði mynd af sér í gær þar sem hún er að slá bolta… ekki tennisbolta heldur golfbolta á æfingasvæði nokkru og það alein og yfirgefin.

Undir myndinni var eftirfarandi texti: „Hitting balls in the chilly weather outside! “ (Er að slá bolta þrátt fyrir kalt veður úti“ #golf#ákveðni“

Miklar vangaveltur hafa farið í það hjá golffréttamiðlum m.a. á Golf Digest hvað hún sé að fara með að tvíta þessa mynd af sér.

Í grein Golf Digest með myndinni er þannig spurt: „Er þetta passív aggressív leið til að sýna okkur að þau séu enn saman, vegna þess, hey, ef þau væru skilin að skiptum, myndi hún þá ekki halda sér fjarri þessu sporti? Eða er hún að segja okkur að jafnvel þó þau hafi slitið sambandinu þá líki henni enn við golf? Eða a.m.k. íþróttir þar sem hún getur verið í rauðum spandex buxum? Það er þess virði að taka fram að Rory hefir ekki re-tvítað eða sett myndina meðal sinna uppáhalds (ens. favorites).“

Vá, þvílík sálgreining á sárasaklausri tvítaðri mynd.

Golf Digest sleppir einni tilgátunni enn sem hér er bætt við:  Getur ekki bara verið að hún sakni Rory og finni sér huggun í því sem hann er að gera og heldur honum frá henni…. til þess að vera nær honum, þegar hann er svo óralangt í burtu í Suður-Kóreu?