Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 11. sæti eftir 1. dag í Georgíu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU  tekur þátt í  U.S. Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgíu.

Mótið stendur dagana 18.-20. október 2013 og eru þátttakendur 78 frá 15 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum og deilir 72. sætinu í einstaklingskeppninni með Hickman, liðsfélaga sínum.

Þeir báðir eru á 4.-5. besta skori ETSU (m.ö.o. tveimur lökustu skorum ETSU), sem deilir 11. sætinu í liðakeppninni eftir 1. dag.

Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs og ETSU á 2. degi mótsins  SMELLIÐ HÉR: