Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik í Georgíu í dag

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU hefur leik í dag á U.S. Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgíu, í dag.

Mótið stendur dagana 18.-20. október 2013 og þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum.

Guðmundur Ágúst á rástíma kl. 9:10 að staðartíma (kl. 13:10 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs og ETSU SMELLIÐ HÉR: