Rory reif sig upp í lokin
Rory lauk keppni í Kolon Korea Open í 2. sæti. Honum gekk illa í gær en vel í dag, en þannig er nú golfið. Hann spilaði á samtals 4 undir pari, 281 höggi (70 69 75 67) og varð aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum Kang Sung-Hoon. Allt í allt var þetta þó 2. flokks móts þar sem Rory var eini heimsklassakylfingurinn. En góður lokahringur upp á 67 gefur vonir um að gæfan sé e.t.v. að fara að snúast nr. 6 í hag! Til að sjá lokastöðuna á Kolon Korea Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Kristjánsson – 20. október 2013
Það er Kristján Þór Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristján Þór fæddist 20. október 1967 og á því 46 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er kvæntur Helgu Loftsdóttur. Komast má á facebooksíðu Kristjáns Þórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristján Þór Kristjánsson (46 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (59 ára); David Lynn, 20. október 1973 (40 ára stórafmæli!!!! – Sjá nýlega kynningu Golf 1 á Lynn með því að SMELLA HÉR: ); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (33 ára); Danielle Kang, 20. október 1992 Lesa meira
Evróputúrinn: Jin sigraði í Perth
Það var Jin Jeong frá Suður-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Perth International, en mótið hefir farið fram undanfarna daga á golfvelli Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu. Bæði Jin og Ross Fisher voru á sama skori eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að fara fram bráðabana. Báðir höfðu spilað á 10 undir pari, 278 höggum; Jin (68 72 69 69) og Fisher (72 67 71 68). Bráðabanann vann síðan Jin þegar á 1. holu með fugli (4 höggum) meðan Fisher fékk par (5 högg). Forystumaður eftir 3. hringi heimamaðurinn Brody Ninyette deildi 3. sætinu með landa sínum Dimitrios Papadatos og Englendingnum Danny Willett, allir á 8 undir Lesa meira
PGA: Simpson enn í forystu fyrir 4. hring Shriners
Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson leiðir enn eftir 3. dag Shriners Hospitals for Children Open mótinu, sem fram fer á TPC Summerlin golfvellinum í Las Vegas, Nevada. Hann er samtals búinn að spila á 19 undir pari, 194 höggum (64 63 67). Í 2. sæti, 4 höggum á eftir Simpson er Bandaríkjamaðurinn Chesson Hadley á samtals 15 undir pari og í 3. sæti er Jeff Overton á 14 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi
Nr. 1 Skoskur golfari, sem fór í golfferð til Englands var ekki par hrifinn af ferðinni. Honum fannst Englendingarnir í golfhótelinu stóra bara langt frá því vingjarnlegir við hann. „Klukkan þrjú að nóttu til og það á hverjum degi,“ sagði hann við vin sinn, „bönkuðu þeir á herbergisdyrnar mínar, tveirá veggina til beggja hliða, jafnvel undir gólfinu og einn ofan af lofti. Stundum var bankað svo hátt að ég gat ekki einu sinni heyrt í sekkjapípunum mínum!“ Nr. 2 Framkvæmd var rannsókn til þess að kanna hvort húmor væri hinn sami um allan heim og samtímis var reynt að finna út þann brandara sem flestum fannst fyndinn í viðkomandi landi. Lesa meira
LPGA: Hull-Kirk og Nordqvist leiða í S-Kóreu eftir 2. dag
Það eru þær Katherine Hull-Kirk frá Ástralíu og sænska Solheim Cup stjarnan Anna Nordqvist, sem leiða eftir 2. dag á LPGA-KEB HanaBank Championship í Sky72 golfklúbbnum í Incheon, Suður-Kóreu. Báðar eru búnar að spila á 7 undir pari; Hull-Kirk (67 70) og Nordqvist (67 70). Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sem á titil að verja er búin að koma sér í þægilega stöðu í 3. sætið sem hún deilir ásamt heimakonunum Ju Young Pak og Amy Yang. Þær eru aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á PGA-KEB HanaBank Championship SMELLIÐ HÉR:
Rory fataðist flugið á 3. hring í Kóreu
Rory er næstum búinn að spila sig úr möguleika á toppsæti eftir vonbrigðahring í dag upp á 75 högg á Kolon Korea Open. Honum fataðist því flugið í dag. Í efsta sæti er KIM Hyung-tae á samtals 9 undir pari, 204 höggum (72 66 66 ). Rory hins vegar er búinn að spila á samtals 1 yfir pari, 214 höggum (70 69 75) og er því heilum 10 höggum á eftir Kim. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Kolon Korea Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Ninyette efstur eftir 3. dag í Perth
Það er heimamaðurinn Brody Ninyette sem er efstur eftir 3.dag á ISPS Handa Perth International, en mótið fer fram á golfvelli Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu. Ninyette er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (72 69 67). Í 2. sæti á 7 undir pari eru 3 kylfingar: Jin Jeong, heimamaðurinn Brett Rumford og danski kylfingurinn JB Hansen. Hedblom er búinn að leika á samtals 8 undir pari og er í efsta sæti, þegar hann á eftir 3 holur óspilaðar. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Louis Oosthuizen og Sara Margrét Hinriksdóttir – 19. október 2013
Það eru Louis Oosthuizen og Sara Margrét Hinriksdóttir sem eru afmæliskylfingar dagsins. Sara Margrét er fædd 19. október 1996 og er því 17 ára í dag. Hún er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili og í afreksmannahóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni. Sara Margrét tók m.a. þátt í Opna undir 18 ára mótinu á Írlandi í apríl 2012 og síðan aftur nú í ár nánar tiltekið 20.-21. apríl 2013. Eins tók Sara Margrét þátt í European Young Masters í Ungverjalandi í fyrra, 2012. Sara Margrét lék á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar með góðum árangri varð m.a. í 4. sæti í stúlknaflokki á Þorláksvelli á fyrsta móti ársins; í 2. móti ársins á Hellu varð Sara Margrét í Lesa meira
An Icelandic Elf in the Voice of Germany
This may not seem as the most appropriate news flash on a golfwebsite, but since everyone here in Iceland is so overjoyed, we will just go on and publish it. Þórunn Egilsdóttir, an Icelandic singer took part in the Voice of Germany last night, October 18th 2013. Nothing is so far known about her ability though to swing a club and hit the little white pellet, which is the favorite subject matter of this page. On the other hand Þórunn turned all 4 chairs of the German coaches in the Voice of Germany …. a.o. Nena (who had the international 80´s hit 99 Luftballons), who now is Þórunn´s coach by Lesa meira




