Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2013 | 06:15

Tiger svindlari? Málaferli í uppsiglingu!

Umboðsmaður Tiger Woods,  Mark Steinberg, útilokar ekki að umbjóðandi hans (þ.e. Tiger) fari í mál gegn fréttamanni Golf Channel, Brandel Chamblee, sem skrifaði grein þar sem sagði að Tiger væri svindlari.

Greinin birtist á Golf.com.  Þar dregur Chamblee upp mynd af Tiger sem kylfingi sem sveigi reglurnar sér í hag og gefur honum einkunina F í ár vegna endurtekinna brota hans á golfreglunum.

Meðal þess sem stóð í grein Chamblee var eftirfarandi:

Þegar ég var í 4. bekk svindlaði ég á stærðfræðiprófinu mínu og þegar ég fékk prófið aftur stóð 100 efst á síðunni og fyrir ofan einkunnina stóð þessi setning: „Ó, þvílíkan vef sem maður spinnur þegar fyrst er byrjað að svindla!“ (Ens: Oh, what a tangled web we weave when first we practice to deceive!’ tilvitnun úr ljóðinu „Marmion“ eftir Sir Walter Scott.)  Skilaboð kennarans míns voru skýr. Fyrir neðan þessa umsögn var aftur 100 en lína í gegnum það og fyrir neðan einkunnin F. Ég spurði kennarann minn aldrei að því hvernig hún vissi að ég hefði svindlað og ég mótmælti ekki einkunninni minnni. Ég vissi að ég hafði haft rangt við og að kennarinn minn hafði á réttu að standa en ég gleymi aldrei hvernig mér leið þegar ég las tilvitnunina. 

Ég minnist þeirra daga þegar við töluðum bara um golfleik Tiger. Ég sakna þeirra daga. Hann vann 5 sinnum og var meðal efstu í risamótunum og vann  Vardon Trophy (í ár) og… hvernig á að orða það … var svolítið kærulaus í umgengni við golfreglurnar.“

Tiger, er maður sem er seinþreyttur til þess að svara því sem að honum er beint í fjölmiðlum, því ef svo væri, myndi hann varla hafa tíma til að spila golf. Hann lætur yfirleitt kjurt liggja.

En ekki varðandi þessa grein. Umboðsmaður Tiger, Steinberg sendi fréttatilkynningu til Bob Harig á ESPN.com, þar sem sagði að „möguleiki“ væri fyrir hendi að höfðað yrði mál vegna þeirra svindl ásakanna sem Chamblee væri með í grein sinni.

Það er ekkert verra sem hægt er að kalla kylfing en að hann sé svindlari,“ sagði Steinberg. „Þetta er það viðurstyggilegasta sem ég hef séð.  Ég læt nú yfirleitt ekki æsa mig upp, en þetta er algjörlega viðbjóðslegt. Að kalla hann (Tiger) svindlara? Ég verð sjokkeraður og hissa ef ekki er gert eitthvað í þessu. Eitthvað verður að gera!

Og Steinberg heldur áfram í fréttatilkynningunni og vænir Chamblee um athyglissýki:

Þetta er svona einskonar: „Hey, lítið á mig af lægstu sort. Athugasemdir Brandel Chamblee eru skammarlegar, án þess að eiga sér nokkra stoð og algerlega úr takti við allt.  Eftir að dómur féll, lét Tiger í ljós skoðun sína, þurfti að taka á sig víti og hélt síðan leik áfram. Það var aldrei neinn ásetningur að svíkja neinn. Óupplýstar og illkvitnar skoðanir Chamblee, sem bornar eru fram sem staðreyndir í örvæntingarfullri tilraun til þess að hljóta athygli eru ámælisverðar.“